Telja allt að 37 þúsund vantalda á leigumarkaði

Húsnæðismarkaðurinn | 20. mars 2025

Telja allt að 37 þúsund vantalda á leigumarkaði

Allt að 37 þúsund fullorðnir einstaklingar gætu verið vantaldir á leigumarkaði vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar.

Telja allt að 37 þúsund vantalda á leigumarkaði

Húsnæðismarkaðurinn | 20. mars 2025

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Allt að 37 þúsund fullorðnir einstaklingar gætu verið vantaldir á leigumarkaði vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar.

Allt að 37 þúsund fullorðnir einstaklingar gætu verið vantaldir á leigumarkaði vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar.

Eru það um 29 prósent fullorðinna íbúa á Íslandi, í stað 16 prósenta líkt og kemur fram í opinberum könnunum um stöðu á húsnæðismarkaði.

Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að víðtækar undanþágur séu á skráningarskyldu leigusamninga. Þá hafi opinberar kannanir um búsetu fólks ekki náð vel til erlendra leigjenda.

Hefur HMS nú hafið átak í tölfræðisöfnun til þess að fá betri mynd af húsnæðisaðstæðum erlendra íbúa á Íslandi í samræmi við nýtt hlutverk stofnunarinnar um að halda leiguskrá.

Erlendir íbúar eru ólíklegri en Íslendingar til að eiga fasteign hér á landi. Aðeins 14% þeirra eru fasteignaeigendur.

mbl.is