Barnsfaðir Ásthildar Lóu ekki mótfallinn umræðunni

Barnsfaðir Ásthildar Lóu ekki mótfallinn umræðunni

Eiríkur Ásmundsson, barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur, segist þakklátur sinni fyrrverandi tengdamóður, sem hafði samband við forsætisráðuneytið til að upplýsa um það samband sem Ásthildur átti við Eirík fyrir um 36 árum.

Barnsfaðir Ásthildar Lóu ekki mótfallinn umræðunni

Ásthildur Lóa segir af sér | 21. mars 2025

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Karítas

Eiríkur Ásmundsson, barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur, segist þakklátur sinni fyrrverandi tengdamóður, sem hafði samband við forsætisráðuneytið til að upplýsa um það samband sem Ásthildur átti við Eirík fyrir um 36 árum.

Eiríkur Ásmundsson, barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur, segist þakklátur sinni fyrrverandi tengdamóður, sem hafði samband við forsætisráðuneytið til að upplýsa um það samband sem Ásthildur átti við Eirík fyrir um 36 árum.

Ríkisútvarpið greinir frá.

Var ekki með í ráðum

Ásthildur sagði af sér í gær sem barna- og menntamálaráðherra eftir að Ríkisútvarpið greindi frá því að hún hefði haft samræði við táning þegar hún sjálf var 22 ára. Varð hún ólétt og átti dreng í kjölfarið.

Í samtali við Ríkisútvarpið greinir Eiríkur frá því að hann hafi ekki verið með í ráðum þegar fyrrverandi tengdamóðir hans sendi erindi á forsætisráðuneytið. Hann sé þó þakklátur fyrir það og alls ekki mótfallinn að málið sé nú komið í opinbera umræðu.

„Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur við Rúv.

Eiríkur hefur þó ekki veitt viðbrögð við yfirlýsingu Ásthildar frá því í morgun en þar sagði hún Eirík hafa verið eltihrelli. 

mbl.is hefur ekki náð tali af Eiríki í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

mbl.is