Er kominn tími á pasta hertogaynjunnar af Sussex?

Uppskriftir | 21. mars 2025

Er kominn tími á pasta hertogaynjunnar af Sussex?

Ef þú vilt prófa að elda af ást líkt og Meghan Markle gerir í matarþáttunum sínum „With Love, Meghan“ á Netflix, þá þarftu ekki að rækta þitt eigið grænmeti né flækja hlutina eins og sumir vilja meina. 

Er kominn tími á pasta hertogaynjunnar af Sussex?

Uppskriftir | 21. mars 2025

Matreiðsluþættirnir „With Love, Meghan“ voru frumsýndir á Netflix 4. mars.
Matreiðsluþættirnir „With Love, Meghan“ voru frumsýndir á Netflix 4. mars. mbl.is/AFP

Ef þú vilt prófa að elda af ást líkt og Meghan Markle gerir í matarþáttunum sínum „With Love, Meghan“ á Netflix, þá þarftu ekki að rækta þitt eigið grænmeti né flækja hlutina eins og sumir vilja meina. 

Ef þú vilt prófa að elda af ást líkt og Meghan Markle gerir í matarþáttunum sínum „With Love, Meghan“ á Netflix, þá þarftu ekki að rækta þitt eigið grænmeti né flækja hlutina eins og sumir vilja meina. 

Áhorfendur matreiðsluþáttanna eru ekki á einu máli um gæði þeirra, en það sem vekur athygli núna er að sífellt fleiri eru að vakna til vitundar um að gleðin er mikilvægari en fullkomnun í eldhúsinu og svo virðist pastaréttur hertogaynjunnar vera að slá í gegn.

Allar fallegustu konur heims virðast eiga sinn eigin pastarétt. Hver man ekki eftir sítrónurjómapastanu hennar Sophiu Loren sem dæmi?

Matarvefur mbl.is mælir með því að hver dæmi fyrir sig og prófi að elda pasta hertogaynjunnar um helgina. 

Pasta hertogaynjunnar af Sussex

Hertogaynjan setur allt hráefnið í eina pönnu og heitt vatn …
Hertogaynjan setur allt hráefnið í eina pönnu og heitt vatn yfir sem er látið sjóða í nokkrar mínútur þar til pastað er tilbúið. mbl.is/Netflix
  • 1 bakki af kirsuberjatómötum
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1/8 teskeið af rauðum pipar flögum
  • 1/4 bolli af olívuolíu
  • smávegis salt
  • spagettí pasta fyrir tvo
  • 1 sítróna - skrap af berkinum
  • 3 bollar af heitu vatni
  • handfylli af fersku grænkáli
  • 1 lítið búnt af beðju (e. swiss chard)
  • Hálfur bolli af rifnum ferskum Pecorino Romano eða parmesan osti. 
Mikilvægt er að hræra reglulega í réttinum svo pastað festist …
Mikilvægt er að hræra reglulega í réttinum svo pastað festist ekki við pönnuna. mbl.is/Netflix

Aðferð:

  1. Hitið vatn í katli eins og hertogaynjan gerir í þættinum sínum
  2. Setjið stóra pönnu á helluna og stillið á meðalhita. 
  3. Setjið á pönnuna tómatana, hvítlaukinn, piparinn, olive olíuna, salt, spaghettí og rifinn sítrónubörk eftir smekk. 
  4. Hellið 3 bollum af heitu vatni yfir það sem er komið á pönnuna og setjið lok á hana. 
  5. Hækkið aðeins undir pönnuna og takið lokið af eftir 3 mínútur. Þá má byrja að hræra í pastanu svo það festist ekki við pönnuna. Setjið síðan lokið aftur á pönnuna. 
  6. Haldið áfram að fylgjast með pastanu á pönnunni og eftir fimm mínútur má bæta við kálinu og Chardinu. 
  7. Eftir sjö til átta mínútur, þegar pastað er tilbúið má setja ostinn yfir og halda áfram að hræra í pastanu á pönnunni þangað til það liggur í einskonar ljósri sósu. 
Gleðin ræður ríkjum í eldhúsi hertogaynjunnar frekar en fullkomnun.
Gleðin ræður ríkjum í eldhúsi hertogaynjunnar frekar en fullkomnun. mbl.is/Netflix
mbl.is