Flugið grundvöllur fyrir Vestfirði

Reykjavíkurflugvöllur | 21. mars 2025

Flugið grundvöllur fyrir Vestfirði

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir flug til Ísafjarðar vera grundvöll fyrir atvinnulíf og jöfn búsetuskilyrði. Það sé skylda höfuðborgarinnar að hafa tengingar við landið og því þurfi að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Flugið grundvöllur fyrir Vestfirði

Reykjavíkurflugvöllur | 21. mars 2025

Eyjólfur Ármannsson, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir …
Eyjólfur Ármannsson, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra á landsþinginu í gær. mbl.is/Karítas

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir flug til Ísafjarðar vera grundvöll fyrir atvinnulíf og jöfn búsetuskilyrði. Það sé skylda höfuðborgarinnar að hafa tengingar við landið og því þurfi að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir flug til Ísafjarðar vera grundvöll fyrir atvinnulíf og jöfn búsetuskilyrði. Það sé skylda höfuðborgarinnar að hafa tengingar við landið og því þurfi að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Eyjólfur ræddi þessi mál meðal annars á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í vikunni, en þar var hann á meðal gesta.

Vilja tryggja traustar og góðar samgöngur

Í ávarpi sínu kom hann meðal annars inn á ástand helstu innviða þjóðarinnar, og þá ekki síst á sviði samgangna sem hann sagði ríkisstjórnina vilja tryggja að yrðu traustar og greiðar.

Í samtali um sveitarstjórnarmál var komið meira inn á þann flöt en mikið hefur nú verið rætt um flug til Ísafjarðar eftir að Icelandair tilkynnti að fyrirtækið muni hætta flugferðum sínum þangað eftir sumarið 2026.

Sláturhúsið aldrei komið ef ekki fyrir jarðgöngin

„Varðandi Ísafjarðarflugið þá var samkomulag í ríkisstjórn um að það yrði flogið þar áfram í framtíðinni. Ég get ekki annað en bara vitnað til þess og ég er mjög áfram um það að það verði flogið áfram,“ segir Eyjólfur og nefndi jafnframt mikla uppbyggingu á Vestfjörðum sem dæmi um mikilvægi samgangna.

„Nú er komið sláturhús í Bolungarvík. Af hverju kemur sláturhús í Bolungarvík? Jú, það eru komin ný jarðgöng þar. Þetta sláturhús hefði aldrei verið byggt ef það hefði átt að keyra gamla veginn.“

Skylda höfuðborgarinnar að hafa tengingar við landið

Þá nefndi hann einnig íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis sem dæmi, en fyrirtækið hefur verið með framleiðslu sína á Ísafirði frá upphafi þess.

Sagði Eyjólfur fyrirtækinu fylgja gríðarleg verðmætasköpun. Það hafi til að mynda verið selt til erlendra fjárfesta fyrir 175 milljarða.

„Auðvitað á að fljúga til Vestfjarða. Þetta er bara grundvöllur fyrir atvinnulíf, jöfn búsetuskilyrði og svo framvegis,“ sagði ráðherrann og hélt áfram.

„Við verðum að sjá til þess að það sé flogið til helstu byggðarkjarna á landinu og líka að sjá til þess að höfuðborgin standi við skyldur sínar um það að hafa Reykjavíkurflugvöll. Það er skylda höfuðborgarinnar að hafa tengingar við landið og þá eigum við að tryggja Reykjavíkurflugvöll.“

mbl.is