Kauptaxtar hækka frá 1. apríl

Kjaraviðræður | 21. mars 2025

Kauptaxtar hækka frá 1. apríl

Lágmarkskauptaxtar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hækka um 0,58% frá 1. apríl þar sem umsaminn kauptaxtaauki verður virkjaður vegna hækkunar launavísitölu umfram umsamdar taxtahækkanir í kjarasamningunum frá síðasta ári.

Kauptaxtar hækka frá 1. apríl

Kjaraviðræður | 21. mars 2025

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, á mótmælafundi í aðdraganda …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, á mótmælafundi í aðdraganda kjarasamninga síðasta árs. mbl.is/Eyþór

Lágmarkskauptaxtar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hækka um 0,58% frá 1. apríl þar sem umsaminn kauptaxtaauki verður virkjaður vegna hækkunar launavísitölu umfram umsamdar taxtahækkanir í kjarasamningunum frá síðasta ári.

Lágmarkskauptaxtar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hækka um 0,58% frá 1. apríl þar sem umsaminn kauptaxtaauki verður virkjaður vegna hækkunar launavísitölu umfram umsamdar taxtahækkanir í kjarasamningunum frá síðasta ári.

Sérstök launa- og forsendunefnd, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, hefur úrskurðað kauptaxtaaukann en það mun nefndin gera í mars ár hvert út samningstímann.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu stéttarfélagi.

Uppbót fyrir verkafólk

Sýni launavísitala Hagstofu Íslands fyrir almenna vinnumarkaðinn að laun hafi hækkað umfram hækkun lægstu kauptaxta í kjarasamningunum skuli verkafólki það bætt upp með kauptaxtaauka. Hlutfall umframhækkunar sem orðin er á launavísitölu miðað við kauptaxta nemur 0,58%.

„Meginmarkmið stöðugleikasamninganna sem undirritaðir voru í fyrra var að ná niður verðbólgu og að vextir yrðu lækkaðir. Hvoru tveggja hefur raungerst á sama tíma og kaupmáttur launa hefur aukist. Forsendur eru fyrir framhaldi þar á, þó ýmsar blikur séu á lofti á alþjóðavettvangi.

Forsendunefndin hvetur stjórnvöld, Seðlabankann og fyrirtæki til að vinna áfram að markmiðum samninganna en einnig er brýnt að ríki og sveitarfélög gæti hófs í hækkunum gjalda og stuðli einnig að uppbyggingu íbúða,“ sem segir í tilkynningunni.

mbl.is