Sagði skilið við Bakkus og tók heilsuna föstum tökum

Heilsuferðalagið | 21. mars 2025

Sagði skilið við Bakkus og tók heilsuna föstum tökum

Ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Breta, Arron Crascall, hefur tekið líf sitt í gegn að undanförnu og bætt heilsu sína til mikilla muna.

Sagði skilið við Bakkus og tók heilsuna föstum tökum

Heilsuferðalagið | 21. mars 2025

Arron Crascall hefur náð frábærum árangri.
Arron Crascall hefur náð frábærum árangri. Samsett mynd

Ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Breta, Arron Crascall, hefur tekið líf sitt í gegn að undanförnu og bætt heilsu sína til mikilla muna.

Ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Breta, Arron Crascall, hefur tekið líf sitt í gegn að undanförnu og bætt heilsu sína til mikilla muna.

Crascall, 42 ára, hefur verið iðinn við að sýna frá heilsuferðalagi sínu á samfélagsmiðlum síðustu mánuði, bæði til að halda sér gangandi og hvetja aðra í sömu stöðu.

Samfélagsmiðlastjarnan, sem státar af ríflega 14 milljón fylgjendum á Facebook, hefur skafið af sér hátt í 30 kíló frá því hann sagði skilið við Bakkus fyrir rétt tæpu einu og hálfu ári síðan.

Duglegur í ræktinni

Crascall hefur sömuleiðis verið duglegur að taka á því í ræktinni og birtir reglulega húmorísk myndskeið sem sýna frá lífinu í líkamsræktarstöðinni.

Hann er einnig mikill sundmaður og eyðir ófáum stundum á svamli í lauginni, en sund er mjög góð líkamsrækt, þjálfar alla helstu vöðva og heldur líkamanum liprum.

Crascall tók jafnframt til í mataræðinu, minnkaði pizzuát, og fylgir nú svokölluðu kjötfæði (e. carnivore diet) og neytir því aðallega kjöts, mjólkurvara og eggja.



mbl.is