Forsætisráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur brást konunni sem uppljóstraði um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefði haft samræði við dreng þegar hún var 22 ára gömul.
Forsætisráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur brást konunni sem uppljóstraði um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefði haft samræði við dreng þegar hún var 22 ára gömul.
Forsætisráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur brást konunni sem uppljóstraði um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefði haft samræði við dreng þegar hún var 22 ára gömul.
Þetta fullyrðir Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks Ásmundssonar, barnsföður Ásthildar Lóu, í viðtali við Ríkisútvarpið.
Áður en hún sendi erindi á forsætisráðuneytið þar sem hún óskaði eftir fundi kvaðst hún hafa hringt í forsætisráðuneytið og fengið skýr svör um að ef hún sendi póst yrði fyllsta trúnaðar gætt.
„Hvert get ég sent til þess að það sé fullur trúnaður um málið? Hvert get ég sent? Jú, þú getur sent á for@for.is og ég sagði: Bíddu, er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt út um bý? Ég vil gjarnan vernda – ég vil gjarnan vernda, þetta er erfitt og leiðinlegt – og ég fór aðeins út í það að ég væri að vernda. Algjör trúnaður,“ segir Ólöf um símtalið sem hún átti við starfsmann í forsætisráðuneytinu.
Það hafi því komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur Lóa hafði komist á snoðir um erindi hennar til forsætisráðherra.
Ekki var það minna óvænt þegar ráðherra bankaði á dyrnar heima hjá henni. Eins og fram hefur komið þá var það aðstoðarmaður Kristrúnar sem lét Ásthildi fá nafn Ólafar.
Ólöf segir að forsætisráðuneytið hafi brugðist öllum hlutaðeigandi og þá skilur hún ekki af hverju forsætisráðuneytið bað ekki um leyfi áður en aðstoðarmaður Kristrúnar gaf Ásthildi nafnið á Ólöfu.
„Ég var bara svo rasandi, af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði „hún veit nafnið þitt“? Eða megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig? Mér fannst ráðuneytið algjörlega hafa brugðist frá a-ö,“ sagði Ólöf í viðtalinu.
„Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrot. Hugsaðu þér ef ég væri nú viðkvæm kona, sem væri að reyna að koma á framfæri einhverju stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðherraembætti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana – trúirðu því? Ég var að vernda hana með því að reyna að fá fund hjá Kristrúnu og hún mætti kalla hana inn og ég skyldi feisa hana – af hverju ég vildi að hún færi og svo ætti hún bara að fara þegjandi og málið væri dautt. Nei. Ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka.“