Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að talsverðan skýrleika vanti inn í þá atburðarás sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að talsverðan skýrleika vanti inn í þá atburðarás sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að talsverðan skýrleika vanti inn í þá atburðarás sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra.
„Mér finnst talsverðan skýrleika vanta inn í þessa atburðarás og það ferli sem fer af stað þegar erindi berst forsætisráðuneytinu. Ég bíð eftir skýrari svörum frá forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við mbl.is.
Sigurður Ingi telur að margt bendi til þess að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað innan forsætisráðuneytisins. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur tekið fyrir það að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað.
Sigurður Ingi telur þó að atburðarásin sé ekki skýr og því erfitt að leggja á það dóm. Hann setur þó spurningarmerki við það hvers vegna málið tók svo langan tíma og af hverju ekkert hafi verið gert fyrr en fjölmiðlar voru komnir í málið.
„Það er mjög margt í þessu máli sem þarfnast frekari skýringa af hálfu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar enda er margt í ferlinu sem orkar tvímælis.“
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi komið til álita að taka meintan trúnaðarbrest innan forsætisráðuneytisins til umfjöllunar á vettvangi nefndarinnar. Sigurður Ingi segir það fullkomnlega eðlilegt.
„Ég veit ekki hvort það standi til að taka málið til umfjöllunar en mér þætti það fullkomnlega eðlilegt. Þetta varðar það með hvaða hætti almenningur hefur samband við stjórnsýsluna og hvernig farið er með slíkar upplýsingar. Það er því fullkomnlega eðlilegt að nefndin fari yfir það.“
Eftir að Ásthildi Lóu var tjáð hver hefði beðið Kristrúnu um fund til þess að ræða um málefni Ásthildar þá setti hún sig í beint samband við konuna og mætti heim til hennar. Þessu hefur verið líkt við það þegar Inga Sæland setti sig í samband við skólameistara Borgarholtsskóla vegna skópars sem barnabarn hennar fann ekki.
Sigurður Ingi var spurður hvort að slík vinnubrögð væru áhyggjuefni.
„Ég tek undir það að þetta sé áhyggjuefni, það er áhyggjuefni að menn höndli ekki stöðu sína betur en þetta.“