Fulltrúar í ungmennaráði Grafarvogs hafa lagt fram tillögu um að frítt verði í strætó fyrir 18 ára og yngri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta taki gildi 1. janúar 2027.
Fulltrúar í ungmennaráði Grafarvogs hafa lagt fram tillögu um að frítt verði í strætó fyrir 18 ára og yngri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta taki gildi 1. janúar 2027.
Fulltrúar í ungmennaráði Grafarvogs hafa lagt fram tillögu um að frítt verði í strætó fyrir 18 ára og yngri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta taki gildi 1. janúar 2027.
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur var samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar Strætó bs.
Umhverfis- og skipulagsráð óskar sérstaklega eftir að upplýst verði hvaða tekjur Strætó fær í dag af aldurshópnum 12-17 ára og hver reynslan var af því þegar ókeypis var fyrir námsmenn í strætó frá 2006 til 2010.
Þá spyr ráðið hver séu rökin að baki því að gjaldskylda hefjist við 12 ára aldur.
Í greinargerð með tillögu ungmennaráðsins segir m.a. að það að hafa gjaldfrjálst í strætó fyrir 18 ára og yngri stuðli að auknum jöfnuði þar sem allir unglingar óháð efnahag hefðu aðgang að almenningssamgöngum.
Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.