Boðar til kosninga: Trump „vill brjóta okkur niður“

Boðar til kosninga: Trump „vill brjóta okkur niður“

Mark Carney, nýr forsætisráðherra Kanada, hefur boðað skyndikosningar sem fara fram 28. apríl. Miðað við kannanir stefnir í æsispennandi kosningabaráttu á milli Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins.

Boðar til kosninga: Trump „vill brjóta okkur niður“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 23. mars 2025

Carney boðaði til kosninga fyrr í dag.
Carney boðaði til kosninga fyrr í dag. Andrej Ivanov/AFP/Getty Images

Mark Carney, nýr forsætisráðherra Kanada, hefur boðað skyndikosningar sem fara fram 28. apríl. Miðað við kannanir stefnir í æsispennandi kosningabaráttu á milli Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins.

Mark Carney, nýr forsætisráðherra Kanada, hefur boðað skyndikosningar sem fara fram 28. apríl. Miðað við kannanir stefnir í æsispennandi kosningabaráttu á milli Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins.

Kjörtímabilið klárast ekki fyrr en í haust en þrátt fyrir það hafði verið búist við því að boðað yrði til kosninga fyrr.

Samskiptin við Bandaríkin, ásælni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Kanada og tollastríð, verður stærsta kosningamálið miðað við kannanir.

Segir Trump vilja brjóta niður Kanadamenn

Frjálslyndi flokkurinn var fyrir skömmu síðan verulega óvinsæll en ný bylgja af þjóðernisstolti Kanadamanna virðist vera að skila sér í auknum vinsældum flokksins.

„Ég bið Kanadamenn um sterkt, jákvætt umboð til að takast á við Trump forseta,“ sagði Carney og bætti við að Trump „vill brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Við munum ekki láta það gerast.“

Samkvæmt CBS þá mælist Frjálslyndi flokkurinn með 37,5% fylgi á sama tíma og Íhaldsflokkurinn mælist með 37,1% fylgi.

Nýir demókratar mælast með 11,6% og Bloc Québécois mælist með 6,4% fylgi. Kosningakerfið í Kanada er eins og Bretlandi þar sem eru einmenningskjördæmi.

mbl.is