„Ég setti mörk og allir hötuðu mig“

Samskipti kynjanna | 23. mars 2025

„Ég setti mörk og allir hötuðu mig“

Almennt er talið að lykillinn að andlegri vellíðan sé að setja öðrum skýr mörk. En hvað skal gera ef fólkið sættir sig ekki við mörkin sem maður setur?

„Ég setti mörk og allir hötuðu mig“

Samskipti kynjanna | 23. mars 2025

Það getur verið gott að muna að ekki er hægt …
Það getur verið gott að muna að ekki er hægt að hafa stjórn á öðru fullorðnu fólki. mbl.is/Colourbox

Al­mennt er talið að lyk­ill­inn að and­legri vellíðan sé að setja öðrum skýr mörk. En hvað skal gera ef fólkið sætt­ir sig ekki við mörk­in sem maður set­ur?

Al­mennt er talið að lyk­ill­inn að and­legri vellíðan sé að setja öðrum skýr mörk. En hvað skal gera ef fólkið sætt­ir sig ekki við mörk­in sem maður set­ur?

Chloe Laws rit­höf­und­ur seg­ir frá sinni reynslu í pistli sín­um á The Styl­ist.

„Það er mik­il­vægt að skilja hvernig þú get­ur búið til um­hverfi þar sem ákveðin teg­und hegðunar er ekki liðin. Ég hef hins veg­ar lært það að mörk verða aðeins virt ef maður set­ur þau á viss­an hátt, í vissu sam­hengi og af rétt­um hvöt­um,“ seg­ir Laws.

„Eft­ir að hafa varið mörg­um árum í að skilja mín mörk þá reyndi ég loks að ræða um þau við fjöl­skyldu mína um þann stuðning sem ég þurfti frá þeim. Ég var búin að setja niður á blað öll rök­in fyr­ir því hvers vegna marka­leysi mitt hafði nei­kvæð áhrif á líf mitt. Ég fór á fund nokk­urra fjöl­skyldumeðlima og út­skýrði hvernig og hvers vegna ég þurfti að fá meira svig­rúm, meira einka­líf og að talað væri við mig af meiri virðingu. Ásetn­ing­ur minn var góður og þetta var löngu tíma­bært af minni hálfu.“

„Útkom­an var samt ekki góð. Ég var svo stíf og fjöl­skyldu minni þótti ég vera að pre­dika yfir þeim. Mörg­um þótti ég köld og lít­il­lækk­andi í fram­komu. Það var líkt og all­ir hötuðu mig.“

„Ég hef stund­um haft efa­semd­ir um það þegar fólk set­ur öðrum mörk. Líkt og það væri bara að setja sjálfs­elsku í ein­hvern spari-bún­ing. Þegar ég sagði fyrr­ver­andi vin­konu að ég gæti ekki verið alltaf til­tæk fyr­ir hana (vin­kona sem hringdi mörg­um sinn­um á dag og varð reið ef ég svaraði ekki strax) þá setti hún mér mörk og sagði upp vinátt­unni. Það var vegna þess að vinátta okk­ar var ekki leng­ur að þjóna henn­ar eig­in hags­mun­um.“

„Þetta hef­ur fengið mig til þess að velta mál­un­um enn frek­ar fyr­ir mér. Er það að standa á sínu um hvað maður vill fá frá öðrum eitt­hvað sem er ósann­gjarnt? Er hægt að setja mörk án þess að eiga á hættu að fólk sem manni þykir vænt um snú­ist gegn manni?“

Veena Ug­ar­gol sál­fræðing­ur seg­ir manni að snúa dæm­inu við. „Ef besti vin­ur þinn set­ur sams kon­ar mörk, þætti þér þau sann­gjörn? Ef svarið er já, þá skaltu ein­beita þér að því að hjálpa fólki að skilja þína hlið. Ef ein­hver neit­ar að sætta sig við mörk­in sem þú set­ur þá gæti þetta verið tím­inn til þess að búa til ákveðna fjar­lægð á milli ykk­ar og jafn­vel enda sam­bandið. Ræktaðu frek­ar sam­band við þá sem styðja þig.“

Mörk eru eng­in töfra­lausn og geta oft leitt til enda­loka vináttu eða sam­bands. Sum­ir móðgast og reiðast. Það að setja ein­hverj­um mörk er aldrei þægi­leg upp­lif­un. Komi slíkt upp þá get­ur verið sniðugt að nálg­ast sam­talið af for­vitni. Af hverju lík­ar ein­hverj­um ekki þessi breyt­ing? Sam­talið á þó aldrei að snú­ast um að breyta mörk­um þínum til þess að þókn­ast þeim. Þú get­ur hins veg­ar sett þetta allt í skilj­an­legt sam­hengi til þess að út­skýra ákvörðun þína.

mbl.is