Fékk síma og heimilisfang frá aðstoðarmanni forsætisráðherra

Fékk síma og heimilisfang frá aðstoðarmanni forsætisráðherra

Aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sendi aðstoðarmanni Ásthildar Lóu skjáskot af erindi Ólafar Björnsdóttur sem innihélt heimilisfang hennar og símanúmer.

Fékk síma og heimilisfang frá aðstoðarmanni forsætisráðherra

Ásthildur Lóa segir af sér | 23. mars 2025

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Karítas

Aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra sendi aðstoðar­manni Ásthild­ar Lóu skjá­skot af er­indi Ólaf­ar Björns­dótt­ur sem inni­hélt heim­il­is­fang henn­ar og síma­núm­er.

Aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra sendi aðstoðar­manni Ásthild­ar Lóu skjá­skot af er­indi Ólaf­ar Björns­dótt­ur sem inni­hélt heim­il­is­fang henn­ar og síma­núm­er.

Þetta kem­ur fram í tíma­línu sam­skipta sem for­sæt­is­ráðuneytið hef­ur gefið út í tengsl­um við er­indi sem barst ráðuneyt­inu vegna Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur þáver­andi mennta- og barna­málaráðherra.

Eins og áður hef­ur komið fram hringdi þáver­andi ráðherra, Ásthild­ur Lóa, ít­rekað í Ólöfu í kjöl­far er­ind­is henn­ar og mætti heim til henn­ar að kvöldi til, í kjöl­far þess að hún óskaði eft­ir fundi við for­sæt­is­ráðherra og krafðist þess að ráðherr­ann stigi til hliðar vegna þess að hún barn með 16 ára tán­ingi er hún sjálf var 22 ára.

Ekki heim­ilt að heita trúnaði

Fram kem­ur í gögn­um máls­ins að Ólöfu hafi hvorki verið heit­inn trúnaður af for­sæt­is­ráðuneyt­inu né stjórn­ar­ráðinu, hvorki í tölvu­pósti né sím­tali. Ólöf er ekki nafn­greind í gögn­un­um.

Ólöf hafði áður sagt að í sím­tali sem hún átti við for­sæt­is­ráðuneytið hafi komið fram að trúnaði væri haldið um er­indi sem til ráðuneyt­is­ins ber­ast.

Í grein­ar­gerð þar sem tíma­lín­an er rak­in kem­ur fram að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Umbru, þjón­ustumiðstöð Stjórn­ar­ráðsins, hafi borist þangað sím­tal frá Ólöfu þamm 11. mars, kl. 12:06, þar sem óskað var eft­ir sam­tali við for­sæt­is­ráðherra.

Sím­talið hafi ekki verið áfram­sent á starfs­menn for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins en henni hafi verið leiðbeint um að hafa sam­band við ráðuneytið á net­fang þess. Ekki hafi verið rædd efn­is­atriði máls­ins eða trúnaði heitið.

„Í því sam­bandi skal áréttað að stjórn­völd­um er ekki heim­ilt að heita trúnaði um upp­lýs­ing­ar sem þeim ber­ast, enda gild­ir sú meg­in­regla að upp­lýs­ing­ar og gögn sem stjórn­völd­um ber­ast skulu vera aðgengi­leg nema þær tak­mark­an­ir á upp­lýs­inga­rétti sem mælt er fyr­ir um í upp­lýs­inga­lög­um eða sér­lög­um eigi við.“

Sendi per­sónu­upp­lýs­ing­ar í texta­skila­boðum

Hvað upp­lýs­inga­gjöf til þáver­andi ráðherra Ásthild­ar Lóu varði, hafi aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, það er Ólaf­ur Kjaran, sent aðstoðar­manni Ásthild­ar Lóu texta­skila­boð 11.mars. Þar hafi hann spurst fyr­ir um hvort ráðherra þekkti til Ólaf­ar eða mögu­legs fund­ar­efni.

Með skila­boðunum fylgdi skjá­skot af fund­ar­beiðninni sem inni­hélt nafn, síma­núm­er og heim­il­is­fang kon­unn­ar sem er­indið sendi. 

Ólafur Kjaran Árnason aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.
Ólaf­ur Kjaran Árna­son aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Ljós­mynd/​Aðsend

Síðar sama dag hitt­ust aðstoðar­menn ráðherr­anna tveggja á Alþingi þar sem ráðherr­ar svöruðu óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um. Þar greindi aðstoðarmaður Ásthild­ar Lóu Ólafi Kjaran frá því munn­lega að Ásthild­ur Lóa þekkti ekki til Ólaf­ar og vissi ekki um hvað mögu­legt fund­ar­efni sner­ist. Ásthild­ur Lóa kom á eft­ir aðstoðar­manni sín­um og staðfesti þetta einnig við Ólaf.

Frek­ari sam­skipti milli ráðuneyt­anna tveggja áttu sér ekki stað um fund­ar­beiðnina eða málið að öðru leyti fyrr en 20. mars, þegar þeim varð ljóst að fjöl­miðlar væru komn­ir á snoðir um málið.

Boðað til fund­ar í kjöl­far fyr­ir­spurna Rúv.

Í sím­tali að morgni 20. mars óskaði fréttamaður Rúv. eft­ir upp­lýs­ing­um frá aðstoðar­manni for­sæt­is­ráðherra um það hvort er­indi Ólaf­ar hefði borist ráðuneyt­inu.

Í skila­boðum sem aðstoðarmaður Ásthild­ar Lóu sendi aðstoðar­manni Kristrún­ar sama dag var óskað eft­ir fundi henn­ar með Kristrúnu og Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra og for­manns Flokks fólks­ins, um málið vegna fyr­ir­spurna RÚV til Ásthild­ar Lóu.

For­sæt­is­ráðherra var upp­lýst­ur um þetta um kl. 14 og var í kjöl­farið efnt til fund­ar formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja og Ásthild­ar Lóu sem lauk á sjötta tím­an­um þann sama dag.

Tíma­lín­una má lesa í heild sinni hér fyr­ir neðan:

Tölvu­póst­sam­skipti vegna er­ind­is­ins má skoða hér fyr­ir neðan:

Ekki liggja enn fyr­ir af­rit af texta­skila­boðum sem gengu á milli.

mbl.is