Guðmundur Ingi Kristinsson sem tekur nú við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem mennta- og barnamálaráðherra mætti á Bessastaði rétt í þessu.
Guðmundur Ingi Kristinsson sem tekur nú við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem mennta- og barnamálaráðherra mætti á Bessastaði rétt í þessu.
Guðmundur Ingi Kristinsson sem tekur nú við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem mennta- og barnamálaráðherra mætti á Bessastaði rétt í þessu.
Klukkan 15 hófst fyrri ríkisráðsfundurinn og fer nú hinn síðari með nýjum ráðherra fram. Ásthildur Lóa neitaði að tjá sig við fjölmiðla fyrir fund og yfirgaf Bessastaði bakdyramegin.
Guðmundur Ingi sagði ráðherrastólinn leggjast vel í sig.
Hann sendi kærleikskveðjur til Ásthildar Lóu og sagði það leitt að hún skyldi fara svona.
Guðmundur Ingi sagðist ætla skoða hvort samræmd próf yrðu tekin upp aftur og að það ætti eftir að koma í ljós hvort stefnubreyting yrði í menntamálum.