Hanna Katrín: „Guðmundur tekur við góðu búi“

Hanna Katrín: „Guðmundur tekur við góðu búi“

„Andrúmsloftið er bara mjög gott,“ svaraði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra eftir ríkisráðsfundinn á Bessastöðum fyrir stuttu.

Hanna Katrín: „Guðmundur tekur við góðu búi“

Ásthildur Lóa segir af sér | 23. mars 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra eftir fundinn.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra eftir fundinn. mbl.is/Ólafur Árdal

„Andrúmsloftið er bara mjög gott,“ svaraði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra eftir ríkisráðsfundinn á Bessastöðum fyrir stuttu.

„Andrúmsloftið er bara mjög gott,“ svaraði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra eftir ríkisráðsfundinn á Bessastöðum fyrir stuttu.

„Við erum samheldin sem aldrei fyrr,“ sagði hún um samstarf ríkisstjórnarinnar og væri það nú gott fyrir.

Hanna Katrín sagði ráðherraskiptin ekki gleðilegt tilefni, en að Ásthildur Lóa Þórsdóttir kæmi „sterk út úr þessu öllu“.

Þá sagðist hún þekkja Guðmund Inga Kristinsson af góðu einu.

„Við höldum áfram með okkar verkefni,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að Ásthildur Lóa hefði unnið gott starf síðustu mánuði. „Guðmundur tekur við góðu búi.“

Hún sagði sterka manneskju koma í stað sterkrar manneskju.

Nú hefur mikið gengið á, sérstaklega í tengslum við Flokk fólksins, síðan að ríkisstjórnin byrjaði. Heldurðu að það hafi verið mistök að fara í ríkisstjórn með þeim?

„Sannarlega ekki, sannarlega ekki. Ég er bara ekki sammála þér endilega að það hafi mikið gengið á. Það hefur ekki truflað ríkisstjórnarsamstarfið og sannarlega ekki það verkefni sem við vinnum að. Þannig að við erum bara áfram sterk.“

Þorgerður sagði sjálf um daginn að þetta hafi skaðað ríkisstjórnina, þetta mál. Eruð þið ósammála þarna?

„Nei nei, við erum ekki ósammála. Við erum bara mjög sammála.“

mbl.is