Lægð gengur austur yfir landið

Veður | 23. mars 2025

Lægð gengur austur yfir landið

Dálítil lægð gengur austur yfir landið fyrri part dags. Áttin verður því breytileg. Gera má ráð fyrir fremur hægum vindi og rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum í flestum landshlutum.

Lægð gengur austur yfir landið

Veður | 23. mars 2025

Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það styttir upp.
Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það styttir upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dá­lít­il lægð geng­ur aust­ur yfir landið fyrri part dags. Áttin verður því breyti­leg. Gera má ráð fyr­ir frem­ur hæg­um vindi og rign­ingu, slyddu eða snjó­komu með köfl­um í flest­um lands­hlut­um.

Dá­lít­il lægð geng­ur aust­ur yfir landið fyrri part dags. Áttin verður því breyti­leg. Gera má ráð fyr­ir frem­ur hæg­um vindi og rign­ingu, slyddu eða snjó­komu með köfl­um í flest­um lands­hlut­um.

Eft­ir há­degi fjar­læg­ist lægðin og það stytt­ir upp. Þó má bú­ast við lít­ils­hátt­ar élj­um á Norður­landi. Hiti verður á bil­inu 0 til 9 stig í dag, hlýj­ast suðaust­an­til. Í kvöld fryst­ir all­víða.

Þetta kem­ur fram í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Á morg­un nálg­ast næstu skil úr suðvestri.

„Þeim fylg­ir aust­an- og suðaustanátt, vind­ur yf­ir­leitt á bil­inu 5-15 m/​s, hvass­ast við suðvest­ur­strön­inda. Sunn­an­til á land­inu verður úr­kom­an ým­ist rign­ing, slydda eða snjó­koma og hiti á bil­inu 0 til 6 stig. Norðan- og aust­an­lands verður hins veg­ar þurrt fram­an af degi og vægt frost, en seinnipart­inn má bú­ast við snjó­komu með köfl­um á þeim slóðum. Annað kvöld verður vind­ur svo suðlæg­ari og það hlán­ar um landið vest­an­vert,“ seg­ir í hug­leiðing­un­um. 

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is