Um tíu skjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina á síðastliðnum sólarhring.
Um tíu skjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina á síðastliðnum sólarhring.
Um tíu skjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina á síðastliðnum sólarhring.
„Þetta er svipað og hefur verið síðustu daga,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Sérfræðingar á Veðurstofunni fylgjast með gangi máli. Flest bendir til þess að áttunda eldgosið í goshrinunni í Sundhnúkagígaröðinni, sem hófst í desember 2023, sé á næsta leyti.
Hægt er að fylgjast með gangi mála í þremur vefmyndavélum mbl.is á staðnum. Er ein þeirra á Þorbirni en tvær eru staðsettar á Húsafelli, sem er austan megin við Grindavík.