Æft á Gísla Jóns

Öryggi sjófarenda | 24. mars 2025

Æft á Gísla Jóns

Áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns hélt æfingu í gær. Var meðal annars æfð notkun á ýmsum búnaði um borð, auk þess sem gerðar voru prófanir á dælum, krana og fjarskiptabúnaði, að því er segir í færslu á Facebook-síðu skipsins.

Æft á Gísla Jóns

Öryggi sjófarenda | 24. mars 2025

Í gær fór fram æfing á björgunarskipinu Gísla Jóns.
Í gær fór fram æfing á björgunarskipinu Gísla Jóns. Ljósmynd/Áhöfnin á Gísla Jóns

Áhöfn­in á björg­un­ar­skip­inu Gísla Jóns hélt æf­ingu í gær. Var meðal ann­ars æfð notk­un á ýms­um búnaði um borð, auk þess sem gerðar voru próf­an­ir á dæl­um, krana og fjar­skipta­búnaði, að því er seg­ir í færslu á Face­book-síðu skips­ins.

Áhöfn­in á björg­un­ar­skip­inu Gísla Jóns hélt æf­ingu í gær. Var meðal ann­ars æfð notk­un á ýms­um búnaði um borð, auk þess sem gerðar voru próf­an­ir á dæl­um, krana og fjar­skipta­búnaði, að því er seg­ir í færslu á Face­book-síðu skips­ins.

Þar seg­ir að stjórn­tök skips­ins hafi verið æfð. Siglt var til Jök­ul­fjarðar og komið við í Grunna­vík og á Hesteyri.

Siglt var til Jökulfjarðar.
Siglt var til Jök­ul­fjarðar. Ljós­mynd/Á​höfn­in á Gísla Jóns
Áhöfninn gerði prófanir á ýmsum búnaði um borð.
Áhöfn­inn gerði próf­an­ir á ýms­um búnaði um borð. Ljós­mynd/Á​höfn­in á Gísla Jóns

Gísli Jóns var smíðaður árið 1990 í Nor­egi af BåtserviceVerft AS og er 14,94 metr­ar að lengd og 38 brútt­ót­onn.

Gert er ráð fyr­ir að nýtt björg­un­ar­skip komi í stað Gísla Jóns á ár­inu og er það liður í end­ur­nýj­un björg­un­ar­skipa­flot­ans sem taðið hef­ur yfir und­an­far­in ár. Um er að ræða ein­hverja stærstu fjár­fest­ingu Lands­bjarg­ar frá upp­hafi.

Nýju björg­un­ar­skip­in eru smíðuð af Kewatec í finn­landi og kom til lands­ins síaðsta haust ný Björg sem tók við af sam­nefndu björg­un­ar­skipi á Rifi á Snæ­fellsnesi.

mbl.is