Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.
Árni Grétar lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2022. Hann hefur starfað sem lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, sem fulltrúi á Landslögum – lögfræðistofu og hjá CATO lögmönnum, auk þess að hafa verið blaðamaður á Morgunblaðinu og á mbl.is.
Hann hefur mikla reynslu af félagsstörfum og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, auk þess að hafa setið í stjórn Orators og Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá hefur hann einnig starfað í fjölmörgum nefndum og stjórnum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu.
Árni Grétar er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði en býr nú í Kópavogi ásamt eiginkonu sinni, Melkorku Þöll Vilhjálmsdóttur, lögfræðingi hjá Hugverkastofunni, og eiga þau þrjú börn, segir enn fremur.