Sveinn og Freyja Lind eiga von á barni

Frægir fjölga sér | 24. mars 2025

Sveinn og Freyja Lind eiga von á barni

Línumaðurinn sterki Sveinn Jóhannsson og kærasta hans, samfélagsmiðlastjarnan Freyja Lind Jónsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni.

Sveinn og Freyja Lind eiga von á barni

Frægir fjölga sér | 24. mars 2025

Sveinn og Freyja Lind.
Sveinn og Freyja Lind. Skjáskot/Instagram

Línumaðurinn sterki Sveinn Jóhannsson og kærasta hans, samfélagsmiðlastjarnan Freyja Lind Jónsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni.

Línumaðurinn sterki Sveinn Jóhannsson og kærasta hans, samfélagsmiðlastjarnan Freyja Lind Jónsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni.

Parið greindi frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum nú á dögunum.

„Við verðum þrjú í ágúst og getum ekki beðið,“ skrifaði Freyja Lind í sameiginlegri færslu á Instagram.

Sveinn og Freyja Lind eru búsett í Noregi þar sem Sveinn spilar með Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta og í Meistaradeild Evrópu. Þaðan fara þau til Chambéry í Frakklandi í sumar þar sem Sveinn hefur samið til þriggja ára.

Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju!

mbl.is