Þorgerður: „Ákvörðunin var algerlega hennar“

Alþingi | 24. mars 2025

Þorgerður: „Ákvörðunin var algerlega hennar“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að það hafi alfarið verið ákvörðun Ásthildar Lóu Þórsdóttur að segja af sér ráðherraembætti fyrir helgi. Hún hafi axlað ábyrgð og staðið sterkar á eftir.

Þorgerður: „Ákvörðunin var algerlega hennar“

Alþingi | 24. mars 2025

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddu …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddu afsögn mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi í dag. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að það hafi al­farið verið ákvörðun Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur að segja af sér ráðherra­embætti fyr­ir helgi. Hún hafi axlað ábyrgð og staðið sterk­ar á eft­ir.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að það hafi al­farið verið ákvörðun Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur að segja af sér ráðherra­embætti fyr­ir helgi. Hún hafi axlað ábyrgð og staðið sterk­ar á eft­ir.

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag þar sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, spurði Þor­gerði út í aðkomu henn­ar varðandi af­sögn Ásthild­ar Lóu.

Var sett­ur þrýst­ing­ur á Ásthildi Lóu?

„Mig lang­ar til að spyrja hæst­virt­an ráðherra, biðja um stutta út­skýr­ingu á því með hvaða hætti þessi ákvörðun var tek­in hvað Viðreisn varðar. Var ráðgjaf­aráðið, sem ályktaði títt árið 2017, kallað til skrafs og ráðagerða eða var þetta leyst að fullu inn­an hóps val­kyrj­anna, sem kalla sig svo? Og mig lang­ar til að spyrja hæst­virt­an ut­an­rík­is­ráðherra hvort ráðherr­ann setti þrýst­ing á fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra um að segja af sér embætti,“ spurði hann. 

Þor­gerður svaraði og sagði að ákvörðun Ásthild­ar Lóu hefði al­gjör­lega henn­ar.

Axl­ar ábyrgð og stend­ur sterk­ari eft­ir

„Að sjálf­sögðu var farið yfir það á þess­um fundi, á fimmtu­dag­inn var farið yfir málið og hún gerði grein fyr­ir at­b­urðarás­inni. Ákvörðunin er síðan henn­ar. Hún axl­ar strax ábyrgð og ég skynja að það er greini­lega erfitt fyr­ir suma flokka að átta sig á því að hún er að setja stærri hags­muni fram­ar, þ.e. bæði rík­is­stjórn­ar­inn­ar en ekki síður mála­flokks­ins sem hæst­virt­ur fyrr­ver­andi ráðherra hef­ur brunnið mjög fyr­ir. Þannig að í stað þess að láta þetta mál fara inn í þann mik­il­væga mála­flokk sem mennta- og barna­mál­in eru þá axl­ar hún ábyrgð og stend­ur að mínu mati sterk­ari eft­ir,“ sagði Þor­gerður Katrín. 

Er Ásthild­ur Lóa bund­in trúnaði?

Bergþór vísaði til orða sem Ásthild­ur Lóa hefði látið falla um að hún mæti þá niður­stöðu sem varð í mál­inu sem ósann­gjarna.

„Mig lang­ar bara að spyrja hæst­virt­an ut­an­rík­is­ráðherra aft­ur, af því að mér finnst það í raun ekki stand­ast neina skyn­sem­is­skoðun að það sé staðan, hvort ráðherr­arn­ir sem áttu þenn­an fund með fyrr­ver­andi ráðherra hafi sett þrýst­ing á ráðherr­ann um að segja af sér eða að öðrum kosti færi — ja, það ligg­ur ekki fyr­ir hvaða val­kost­ir voru rædd­ir, þeir voru víst marg­ir og rædd­ir ít­ar­lega. En það skipt­ir máli. Sömu­leiðis lang­ar mig að spyrja hæst­virt­an ráðherra hvort hún líti svo á — nú vísaði hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra til trúnaðar um þenn­an fund — lít­ur hæst­virt­ur ut­an­rík­is­ráðherra svo á að fyrr­ver­andi ráðherra, Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sé bund­in trúnaði af þeim sam­töl­um sem þarna áttu sér stað,“ spurði Bergþór.

Eng­inn þrýst­ing­ur

Þor­gerður Katrín sagði að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hefðu sest niður með Ásthildi Lóu til að fara yfir málið, sem væri bæði per­sónu­legt og erfitt, í sam­ein­ingu.

„Ég held að það sjái það all­ir í dag, við öll í þess­um þingsal og líka jafn­vel mjög stór hluti af sam­fé­lag­inu, að þetta mál er, að mínu mati, í dag þannig vaxið að það er meira sem hvíl­ir á fjöl­skyldu Ásthild­ar Lóu að standa sam­an held­ur en að við í stjórn­mál­un­um reyn­um að gera okk­ur stærri á grund­velli þessa máls eins og sum­ir virðast vera að gera. Ákvörðunin var al­ger­lega henn­ar. Það var henn­ar ákvörðun eft­ir að við höfðum átt sam­tal sam­an. Það var ekki þrýst­ing­ur, en þetta var sam­tal þar sem var farið yfir málið og við feng­um inn­sýn í heild­ar­mynd­ina,“ sagði Þor­gerður Katrín.

mbl.is