Stærri útgerðir skilað góðum rekstri

Veiðigjöld | 25. mars 2025

Stærri útgerðir skilað góðum rekstri

Við gerð frumvarps Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald var tekið sérstakt tillit til smærri og meðalstóra útgerða með hærra frítekjumarki.

Stærri útgerðir skilað góðum rekstri

Veiðigjöld | 25. mars 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á kynningarfundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Við gerð frumvarps Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald var tekið sérstakt tillit til smærri og meðalstóra útgerða með hærra frítekjumarki.

Við gerð frumvarps Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald var tekið sérstakt tillit til smærri og meðalstóra útgerða með hærra frítekjumarki.

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var á kynningarfundi um frumvarpið spurður hversu mikið frítekjumarkið verði hækkað.

Ráðherra sagði það verða hækkað mjög verulega en að einnig verði gerðar kerfisbreytingar á því með þrepaskiptingu. Smáatriðin krefjist frekari útskýringa.

Breið pólitísk sátt

Blaðamaður spurði Daða þá hvaða rök væru fyrir því að sumir verði undanþegnir því að borga fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar en aðrir ekki.

„Það er mjög góð spurning,“ sagði Daði og benti á að á Íslandi hafi verið breið pólitísk sátt um að taka tillit til stærðar útgerðarfyrirtækja í þessu tilliti. Í hina röndina tók ráðherra undir með blaðamanni með því að segja að sá góði árangur í rekstri sem hefur náðst í greininni hafi fyrst og fremst náðst hjá stærri útgerðarfyrirtækjum.

Kjarasamningar eru pragmatísk ferli

Við gerum upp við sjómenn hér á grundvelli skiptaprósentu. Ekki er nákvæmlega sama launakerfi hér og í Noregi og aðkoma veiðanna því allt öðruvísi. Ef ríkið tekur meira í sinn hlut breytist afkoma veiðanna í takti við það, ekki satt?

„Við erum ekki að breyta reglunum um verðlagsstofu skiptaverðs. Það eru bara útreikningarnir á veiðigjaldinu sem eru að breytast þannig að með hvaða hætti kjarasamningar sjómanna við útgerðina þróast verður einfaldlega að koma í ljós.

Kjarasamningar eru pragmatísk ferli og ég ætla ekki að reyna að spá fyrir um það hvernig þeir muni þróast.“

Þú viðurkennir þá að þetta gæti haft áhrif á kjarasamninga sjómanna?

„Eins og ég segi, ég held að hvorki ég né þú vitum hvernig kjarasamningar sjómanna eiga eftir að þróast.“

mbl.is