Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eitt það alvarlegasta sem gerist í þingræðisríkjum vera að ráðherra segi þinginu ekki satt. Þá sagði hún ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og uppljóstrara máls fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, ekki samræmast.
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eitt það alvarlegasta sem gerist í þingræðisríkjum vera að ráðherra segi þinginu ekki satt. Þá sagði hún ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og uppljóstrara máls fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, ekki samræmast.
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eitt það alvarlegasta sem gerist í þingræðisríkjum vera að ráðherra segi þinginu ekki satt. Þá sagði hún ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og uppljóstrara máls fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, ekki samræmast.
„Báðar geta ekki verið að segja satt,“ sagði Hildur, er hún ávarpaði þingið undir liðnum fundarstjórn forseta Alþingis í dag.
Hildur sagði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa fullyrt að engin ósk um trúnað hafi komið inn í forsætisráðuneytið varðandi það mál að upplýsingum var komið á framfæri til þáverandi barna- og menntamálaráðherra. Segir hún það stangast á við afdráttarlausar fullyrðingar uppljóstrara málsins.
Bætti hún við að forsætisráðherra hafi raunar sagt í pontu að í birtri tímalínu ráðuneytisins kæmi fram að engin ósk um trúnað hefði komið inn í forsætisráðuneytið, „það er sannanlega rangt. Það kemur hvergi fram í þeim gögnum sem ráðuneytið birti“.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók í svipaðan streng og Hildur og sagði nauðsynlegt að þeir angar málsins snúi ekki að atburðum fyrir 35 árum síðan, heldur því sem gerst hefur síðustu daga á þinginu og utan þess.
„Mér þykir blasa við að hæstvirtur forseti hlutist til um það, með þingflokksformönnum eftir atvikum eða formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að málið verði tekið þar til skoðunar, og þeir angar þess sem óljósir eru leiddir þar í jörðu, með það fyrir augum að það sé hægt að skilja þetta mál, draga línu í sandinn og halda áfram.
Meginatriðin eru meðferð forystumanna stjórnarflokkanna á þeim málum og því máli sem hér er undir, gögnum og fundarbeiðnum, beiðni um trúnað og fram eftir götunum. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hlýtur að vera rétti vettvangurinn fyrir okkur hér í þinginu að leiða það í jörðu.“