„Ég held að það sem gerðist hér í þingsal í gær kalli auðvitað á það annars vegar að hæstvirtur forsætisráðherra fái tækifæri til að svara betur fyrir þessa hluti en einnig að háttvirt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taki þátt forsætisráðuneytisins til skoðunar í þessu máli,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir fundarstjórn forseta Alþingis á þingfundi í dag.
„Ég held að það sem gerðist hér í þingsal í gær kalli auðvitað á það annars vegar að hæstvirtur forsætisráðherra fái tækifæri til að svara betur fyrir þessa hluti en einnig að háttvirt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taki þátt forsætisráðuneytisins til skoðunar í þessu máli,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir fundarstjórn forseta Alþingis á þingfundi í dag.
„Ég held að það sem gerðist hér í þingsal í gær kalli auðvitað á það annars vegar að hæstvirtur forsætisráðherra fái tækifæri til að svara betur fyrir þessa hluti en einnig að háttvirt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taki þátt forsætisráðuneytisins til skoðunar í þessu máli,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir fundarstjórn forseta Alþingis á þingfundi í dag.
Tók Bryndís þannig undir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um að skoða þurfi nánar gang mála hjá forsætisráðuneytinu varðandi meðhöndlun máls þáverandi barna- og menntamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur.
„Okkur liggur ekkert á í því en við þurfum bara einmitt að leyfa rykinu að setjast og anda aðeins ofan í kviðinn og fara vel yfir það, því að það er jú hlutverk þeirrar nefndar,“ sagði Bryndís.
„En ég verð líka, virðulegur forseti, að fá að segja það að mér fannst mjög miður að heyra einn af forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hér í gær kasta því fram að eins og við í stjórnarandstöðunni værum hér með einhverja þórðargleði yfir persónulegum harmleik og einhverri þeytivindu fortíðarinnar sem fyrrverandi hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra hefur lent í.
Það hefur þessi stjórnarandstaða svo sannarlega ekki gert. Það er bara sanngjarnt að því sé haldið hér til haga að við erum að ræða stjórnsýsluna á bak við málið, aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu og það er það sem okkur ber að gera.“