J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að fylgja eiginkonu sinni, Usha Vance, í heimsókn til Grænlands á föstudag.
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að fylgja eiginkonu sinni, Usha Vance, í heimsókn til Grænlands á föstudag.
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að fylgja eiginkonu sinni, Usha Vance, í heimsókn til Grænlands á föstudag.
Segist varaforsetinn vilja kanna öryggisaðstæður í Grænlandi en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst áhuga sínum á að ná yfirráðum á Grænlandi.
„Það er svo mikil spenna í kringum heimsókn Ushu til Grænlands á föstudaginn svo ég ákvað að ég vildi ekki að hún færi að skemmta sér ein, þannig að ég ætla með henni,“ sagði Vance í myndskeiði sem hann birti á X.
Auk Vance-hjónanna mun bandarísk sendinefnd einnig heimsækja Grænland á föstudag.
Múte Egede, fráfarandi formaður heimastjórnar Grænlands, hefur sakað yfirvöld í Washington um afskiptasemi af grænlenskum stjórnmálum með því að senda sendinefndina til landsins.