Bandaríska sendisveitin heimsækir ekki Grænland

Bandaríska sendisveitin heimsækir ekki Grænland

Ekkert verður að heimsókn bandarískrar sendinefndar til Nuuk, höfuðborgar Grænlands, og til borgarinnar Sisimiut og munu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eignkona hans, eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi.

Bandaríska sendisveitin heimsækir ekki Grænland

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 26. mars 2025

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Usha Vance.
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Usha Vance. AFP

Ekkert verður að heimsókn bandarískrar sendinefndar til Nuuk, höfuðborgar Grænlands, og til borgarinnar Sisimiut og munu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eignkona hans, eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi.

Ekkert verður að heimsókn bandarískrar sendinefndar til Nuuk, höfuðborgar Grænlands, og til borgarinnar Sisimiut og munu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eignkona hans, eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi.

Þetta kom fram í yfirlýsingu starfsstjórnar Grænlands í gærkvöld en þar segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi aflýst þeim hluta þeirrar óopinberu heimsóknar sem tilkynnt var um í síðustu viku.

Áður hafði verið ákveðið að Usha Vance, eiginkona varaforsetans, kæmi í heimsókn til Grænlands ásamt Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafa, Chris Wright orkumálaráðherra ásamt sendinefnd en í gærkvöldi greindi varaforsetinn frá því að hann ætlaði að fylgja eiginkonu sinni og kanna öryggisaðstæður í Grænlandi.

Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda í Hvíta húsinu í janúar hefur hann ítrekað sagt að hann vilji að Bandaríkin taki yfir Grænland og hefur ekki útlokað að beita valdi til að ná því markmiði.

mbl.is