Gul viðvörun vegna hríðarveðurs

Veður | 26. mars 2025

Gul viðvörun vegna hríðarveðurs

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðaustanhríðarveðurs í kvöld og til morguns.

Gul viðvörun vegna hríðarveðurs

Veður | 26. mars 2025

Gular viðvaranir taka gildi á Vestfjörðum og á Ströndum og …
Gular viðvaranir taka gildi á Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra seinnipartinn í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðaustanhríðarveðurs í kvöld og til morguns.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðaustanhríðarveðurs í kvöld og til morguns.

Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur gul viðvörun gildi klukkan 17 í dag og gildir til klukkan 15 á morgun og á Vestfjörðum tekur hún gildi klukkan 18 og gildir til hádegis á morgun. Spáð er norðaustan 15-23 m/s og snjókomu eða skafrenningi með lélegu skyggni.

Í dag verða austan eða suðaustan 5-13 m/s og rigning, en dálítil snjókoma norðanlands. Hitinn verður 1-9 stig og verður hlýjast syðst. Það gengur síðan í austan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu norðan til eftir hádegi, en síðar snjókomu, hvassast verður norðvestan til. Suðvestlæg átt, 8-15 og skúrir syðra, en vestan 13-18 syðst seint í kvöld. Hægt kólnandi veður.

Á morgun verða norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum, en mun hægari austlæg átt sunnan heiða. Víða verður snjókoma með köflum og vægt frost, en skúrir eða él sunnan til með hita 0 til 6 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is