Hefur fyrirgefið framhjáhaldið

Poppkúltúr | 26. mars 2025

Hefur fyrirgefið framhjáhaldið

Eiginkona bandaríska rokkarans Dave Grohl, Jordyn Blum, hefur að sögn heimildamanns Us Weekly fyrirgefið eiginmanni sínum fyrir að hafa haldið fram hjá sér.

Hefur fyrirgefið framhjáhaldið

Poppkúltúr | 26. mars 2025

Dave Grohl.
Dave Grohl. Ljósmynd/AFP

Eiginkona bandaríska rokkarans Dave Grohl, Jordyn Blum, hefur að sögn heimildamanns Us Weekly fyrirgefið eiginmanni sínum fyrir að hafa haldið fram hjá sér.

Eiginkona bandaríska rokkarans Dave Grohl, Jordyn Blum, hefur að sögn heimildamanns Us Weekly fyrirgefið eiginmanni sínum fyrir að hafa haldið fram hjá sér.

Grohl og Blum hafa verið gift í 22 ár og eiga þrjár dætur á aldursbilinu 10 til 18 ára.

„Jordyn hefur fyrirgefið Dave og er að reyna að halda áfram. Hún er [enn] algjörlega miður sín vegna aðstæðnanna en stendur við hlið hans.“

Grohl, best þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Foo Fighters, átti vingott við aðra konu síðla árs 2023 og eignaðist með henni barn þann 1. ágúst síðastliðinn.

Rokkarinn greindi frá þessu í Instagram-færslu í september.

„Ég hef nýlega eignast dóttur utan hjónabands míns. Ég ætla að vera gott foreldri fyrir hana og sýna henni umhyggju. Ég elska konuna mína og börnin mín og reyni nú að gera allt sem ég get til að vinna til baka traust þeirra og fyrirgefningu.“

Grohl og Blum eru sögð hafa lagt hart að sér til að halda fjölskyldunni saman síðustu mánuði.

„Þau eru að fara í hjónabandsráðgjöf og Dave hefur verið að gera allt sem hann getur til að vinna aftur traust Jordyn,“ segir heimildarmaðurinn. „Hvorugt þeirra vill að fjölskyldan sundrist.“

Us Weekly

mbl.is