Þúsundir vinnslustarfa í húfi

Veiðigjöld | 26. mars 2025

Þúsundir vinnslustarfa í húfi

„Þetta mun að óbreyttu hafa áhrif á störf, fjárfestingu, tekjur sveitarfélagsins og samfélagið allt. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum [við kennara] og erum að vinna í áætlanagerð samkvæmt því og þurfum nú að taka tillit til þessara breytinga einnig.“

Þúsundir vinnslustarfa í húfi

Veiðigjöld | 26. mars 2025

Landað úr Gullver NS, togara Síldarvinnslunnar, á Seyðisfirði.
Landað úr Gullver NS, togara Síldarvinnslunnar, á Seyðisfirði. Ljósmynd/Ómar Bogason

„Þetta mun að óbreyttu hafa áhrif á störf, fjárfestingu, tekjur sveitarfélagsins og samfélagið allt. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum [við kennara] og erum að vinna í áætlanagerð samkvæmt því og þurfum nú að taka tillit til þessara breytinga einnig.“

„Þetta mun að óbreyttu hafa áhrif á störf, fjárfestingu, tekjur sveitarfélagsins og samfélagið allt. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum [við kennara] og erum að vinna í áætlanagerð samkvæmt því og þurfum nú að taka tillit til þessara breytinga einnig.“

Þetta segir segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar um möguleg áhrif hækkaðra veiðigjalda.

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu í gær frumvarp sem felur í sér tvöföldun á innheimtum veiðigjöldum miðað við álagningu síðasta árs. Fulltrúar sjávarútvegssveitarfélaga sem Morgunblaðið hefur rætt við lýsa verulegum áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ljóst að veiðigjald sé sértækur landsbyggðarskattur og hækkanir áhyggjuefni, en tók fram að hún þyrfti að rýna tillögurnar betur.

Markaðirnir voru einnig áhyggjufullir og féll markaðsvirði allra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöllinni, svo samtals fóru um 15 milljarða króna í súginn í gær. Mest lækkaði gengi Brims eða um 4,35%, Síldarvinnslan lækkaði um rúm 4% og Ísfélagið um 2,35%.

Vegur að samkeppnishæfni

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir ljóst að forsendur innlendrar fiskvinnslu séu brostnar og telur um þrjú þúsund störf í húfi. „Það sem er kallað leiðrétting þýðir ekki annað en að fiskvinnsla eigi að greiða meira fyrir afla til skips,“ segir hún og telur áformin munu gera íslenska fiskvinnslu ósamkeppnishæfa.

Spurð hvort hækkun veiðigjalds geti ógnað kjarasamningum sjómanna svarar Heiðrún Lind: „Verulega breyttar forsendur gjaldtöku geta sannarlega haft áhrif á kjarasamninga sjómanna. Það eru auðvitað bara skipti á raunverulegum verðmætum sem um er að ræða.“

Óvenjustuttur frestur

Frumvarpsdrögin voru birt klukkan eitt síðdegis í gær í samráðsgátt stjórnvalda. Athygli vekur að frestur til umsagnar er til fimmtudags 3. apríl, sem gefur alls níu daga til kynningar. Reglur um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna gera hins vegar ráð fyrir að gefinn sé „hæfilegur frestur“ til umsagnar og er hann sagður „að minnsta kosti tvær til fjórar vikur“.

Ekki hefur verið lýst í greinargerð frumvarpsins eða í kynningu þess í samráðsgátt hvers vegna umsagnartíminn er jafnstuttur og raunin er.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is