Horfa verður til stærða útgerða

Alþingi | 27. mars 2025

Horfa verður til stærða útgerða

Það gengur ekki að horfa bara á stærstu útgerðir landsins þegar verið er að tala um arðinn af sjávarauðlindinni. Mögulega má ná fram fjármunum í ríkiskassann úr sjávarútvegi en það verður að gerast á grundvelli traustra greininga og ábyrgra ákvarðana. Sveitarfélög sem byggja allt sitt á afkomu sjávarútvegs hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni.

Horfa verður til stærða útgerða

Alþingi | 27. mars 2025

Í svari sínu sagði Daði fyrirspurn Þórarins ágæta og málefnalega. …
Í svari sínu sagði Daði fyrirspurn Þórarins ágæta og málefnalega. Þá sagði hann gert ráð fyrir breytingum á svokölluðu frítekjumarki í frumvarpinu, sem sé til þess að hlífa nákvæmlega þeim fyrirtækjum sem Þórarinn vék að í sínu máli, þ.e. litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Það geng­ur ekki að horfa bara á stærstu út­gerðir lands­ins þegar verið er að tala um arðinn af sjáv­ar­auðlind­inni. Mögu­lega má ná fram fjár­mun­um í rík­iskass­ann úr sjáv­ar­út­vegi en það verður að ger­ast á grund­velli traustra grein­inga og ábyrgra ákv­arðana. Sveit­ar­fé­lög sem byggja allt sitt á af­komu sjáv­ar­út­vegs hafa lýst yfir mikl­um áhyggj­um af stöðunni.

Það geng­ur ekki að horfa bara á stærstu út­gerðir lands­ins þegar verið er að tala um arðinn af sjáv­ar­auðlind­inni. Mögu­lega má ná fram fjár­mun­um í rík­iskass­ann úr sjáv­ar­út­vegi en það verður að ger­ast á grund­velli traustra grein­inga og ábyrgra ákv­arðana. Sveit­ar­fé­lög sem byggja allt sitt á af­komu sjáv­ar­út­vegs hafa lýst yfir mikl­um áhyggj­um af stöðunni.

Þetta sagði Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag og beindi fyr­ir­spurn sinni að Daða Má Kristó­fers­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

„Hvaða áhrif munu þess­ar breyt­ing­ar hafa, ekki aðeins á rekst­ur út­gerða held­ur einnig á byggðir lands­ins, verðmæta­sköp­un í grein­inni, tekj­ur þjóðarbús­ins og rekst­ur sveit­ar­fé­laga?“ sagði Þór­ar­inn.

„Hef­ur þessi grein­ing farið fram? Hvaða áhrif hef­ur þetta á sveit­ar­fé­lög­in? Hvaða áhrif hef­ur þetta á byggðarlög lands­ins o.s.frv.? Hvaða áhrif hef­ur þetta á smærri út­gerðir? Formaður smærri út­gerða hef­ur lýst áhyggj­um sín­um af þessu. Það þýðir ekki bara að horfa á stærstu út­gerðir lands­ins þegar verið er að tala um arðinn af sjáv­ar­auðlind­inni. Við verðum að horfa á þetta í heild sinni og smærri út­gerðir hafa lýst yfir mikl­um áhyggj­um þar sem allt er und­ir. Það er vinnsla í landi og það eru sveit­ar­fé­lög­in sem byggja sína af­komu á því að fisk­ur sé dreg­inn upp og að það sé arður af því sem verið er að gera.“

Áhrif á þessa aðila séu dempuð

Í svari sínu sagði Daði fyr­ir­spurn Þór­ar­ins ágæta og mál­efna­lega. Þá sagði hann gert ráð fyr­ir breyt­ing­um á svo­kölluðu frí­tekju­marki í frum­varp­inu, sem sé til þess að hlífa ná­kvæm­lega þeim fyr­ir­tækj­um sem Þór­ar­inn vék að í sínu máli, þ.e. litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um.

„Þetta er gert bæði með hækk­un og þrepa­skipt­ingu frí­tekju­marks­ins sem hef­ur það að mark­miði að áhrif á þessa aðila séu dempuð.“

Í seinni fyr­ir­spurn sinni tók Þór­ar­inn und­ir að í drög­um að frum­varp­inu kæmi fram að allt að 20 millj­ón­um sé þessi af­slátt­ur veitt­ur.

„En það er nú einu sinni þannig að þær út­gerðir sem við erum að tala um í þessu sam­hengi eru á gríðarlega breiðu bili, þegar við töl­um um smærri út­gerðir. Fjöld­inn all­ur af smá­um út­gerðum er ekki inn­an þessa ramma sem verið er að tala um. Þannig að það þarf að fara fram enn frek­ari grein­ing á því hvaða áhrif þetta hef­ur á þessi byggðarlög.

Það hef­ur verið í umræðunni varðandi það sem er að ger­ast í Nor­egi og miðað við verð á norsk­um markaði, þá vil ég beina því til hæstv. ráðherra að norsk­ar út­gerðir búa bara við allt ann­an veru­leika held­ur en ís­lensku út­gerðirn­ar. Norsk­ar út­gerðir eru styrkt­ar af norska rík­inu á marg­vís­leg­an hátt. Þannig að það þýðir ekki að miða bara hér ein­göngu við norskt upp­sjáv­ar­verð,“ sagði Þór­ar­inn.

Mark­miðið er að taka til­lit til smærri út­gerða

Í seinna svari sínu við fyr­ir­spurn Þór­ar­ins sagðist Daði ekki vera viss til hvers Þór­ar­inn væri að vísa varðandi verðmynd­un á fiski í Nor­egi og á Íslandi, þær sýni að þar sem markaðir eru á báðum stöðum er verðið hið sama.

„Frí­tekju­mörk virka þannig að af­slátt­ur­inn teyg­ir sig eitt­hvað ákveðið upp eft­ir stærð fyr­ir­tækj­anna en hef­ur auðvitað áhrif á greiðslur fyr­ir­tækj­anna miklu mun hærra upp eft­ir dreif­ing­unni, raun­ar alla leið, af því að þetta er rétt­ur sem all­ir njóta. Þannig að mark­miðið er ein­mitt að taka til­lit til ná­kvæm­lega þeirra fyr­ir­tækja sem hv. þingmaður vék að.“

mbl.is