Kris Jenner nær óþekkjanleg með nýja hárið

Kardashian | 27. mars 2025

Kris Jenner nær óþekkjanleg með nýja hárið

Móðir frægasta systkinahóps í heimi, Kris Jenner, gerði allt vitlaust þegar hún frumsýndi nýtt útlit á Instagram-síðu sinni nú á dögunum.

Kris Jenner nær óþekkjanleg með nýja hárið

Kardashian | 27. mars 2025

Kris Jenner.
Kris Jenner. mbl.is/AFP

Móðir frægasta systkinahóps í heimi, Kris Jenner, gerði allt vitlaust þegar hún frumsýndi nýtt útlit á Instagram-síðu sinni nú á dögunum.

Móðir frægasta systkinahóps í heimi, Kris Jenner, gerði allt vitlaust þegar hún frumsýndi nýtt útlit á Instagram-síðu sinni nú á dögunum.

Jenner, sem hefur lengi skartað svokallaðri pixie-klippingu, er komin með aðeins annan stíl og síðara hár sem klæðir hana mjög vel.

Færslan vakti, eins og við mátti búast, mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni, en hátt í 417 þúsund manns hafa lækað við myndaseríuna á aðeins tveimur dögum.

Fjölmargir hafa einnig ritað athugasemdir og sagt Jenner líta nákvæmlega eins út og næstelsta dóttir hennar, Kim Kardashian, en sú skartaði einmitt mjög svipaðri hárgreiðslu á síðasta ári.

„Hvor er hvor,“ ritaði einn fylgjandi raunveruleikastjörnunnar, enda hálfómögulegt að þekkja þær í sundur.

Jenner, sem er 69 ára, skaust upp á stjörnuhimininn, ásamt börnum sínum, þegar raunveruleikaþáttaröðin Keeping Up with the Kardashian hóf göngu sína árið 2007.

Þáttaröðin, sem er ein vinsælasta og umdeildasta raunveruleikaþáttaröð allra tíma, gaf inn­sýn í lúxuslíf Kar­dashi­an-fjölskyldunnar.

Það er svipur með þeim mæðgum.
Það er svipur með þeim mæðgum. Samsett mynd
View this post on Instagram

A post shared by Kris Jenner (@krisjenner)

mbl.is