Ljóst að njósnir séu stundaðar hérlendis

Varnarmál Íslands | 27. mars 2025

Ljóst að njósnir séu stundaðar hérlendis

Gjörbreytt heimsmynd í öryggis- og varnarmálum og mikilvægi alþjóðlegs samstarfs fyrir Ísland var efst á baugi á ráðstefnu ríkislögreglustjóra um öryggismál hérlendis. „Við eigum ekki í stríði en það eru heldur ekki friðartímar. Við lifum í þessu gráa svæði á milli,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er hún setti ráðstefnuna.

Ljóst að njósnir séu stundaðar hérlendis

Varnarmál Íslands | 27. mars 2025

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. mbl.is/Karítas

Gjör­breytt heims­mynd í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og mik­il­vægi alþjóðlegs sam­starfs fyr­ir Ísland var efst á baugi á ráðstefnu rík­is­lög­reglu­stjóra um ör­ygg­is­mál hér­lend­is. „Við eig­um ekki í stríði en það eru held­ur ekki friðar­tím­ar. Við lif­um í þessu gráa svæði á milli,“ sagði Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri er hún setti ráðstefn­una.

Gjör­breytt heims­mynd í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og mik­il­vægi alþjóðlegs sam­starfs fyr­ir Ísland var efst á baugi á ráðstefnu rík­is­lög­reglu­stjóra um ör­ygg­is­mál hér­lend­is. „Við eig­um ekki í stríði en það eru held­ur ekki friðar­tím­ar. Við lif­um í þessu gráa svæði á milli,“ sagði Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri er hún setti ráðstefn­una.

Ráðstefnu­sal­ur­inn á Hotel Natura var þétt­set­inn og hafði Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn og yf­ir­maður ör­ygg­is- og grein­ing­ar­sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, orð á því að skipu­leggj­end­ur byggj­ust ekki við svo góðri mæt­ingu. Því kæmi það skemmti­lega á óvart hversu marg­ir hefðu áhuga á þessu mál­efni og að panta hefði mátt stærri sal.

Karl Stein­ar kynnti grein­ingu á nú­ver­andi stöðu Íslands sem hef­ur verið gef­in út fyr­ir stjórn­völd. Hún verður opin al­menn­ingi er búið verður að kynna hana bet­ur.

Ráðstefnan var þéttsetin.
Ráðstefn­an var þétt­set­in. mbl.is/​Karítas

Inn­rás­in vendipunkt­ur

Hann sagði gjör­breytt­ar for­send­ur vera í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og að al­var­leg­ustu ógn­irn­ar væru borg­ara­leg­ar.

„Staðan er ólík því sem við höf­um séð um langt skeið,“ sagði Karl Stein­ar og nefndi vendipunkt­inn sem inn­rás Rússa inn í Úkraínu í fe­brú­ar 2022 var.

Segja má að fjölþætt áhrif stríðsins hafi verið rauði þráður­inn í er­ind­um ráðstefn­unn­ar – netárás­ir, ólög­leg upp­lýs­inga­öfl­un, fals­frétt­ir, skemmd­ar­verk, skipu­lögð brot­a­starf­semi og njósn­ir.

Karl Stein­ar nefndi einnig auk­inn þunga í vopna­sölu og hversu mikið brota­hóp­ar hagn­ist af henni. Þannig er stutt á milli aðgerða stjórn­valda og skipu­lagðra glæpa­hópa. Þá sagði hann skýra teng­ingu milli skipu­lagðra glæpa­hópa og hryðju­verka­hópa.

Netárás­ir helsta ógn­in

„Mjög viðkvæm staða í ör­ygg­is­mál­um í Evr­ópu,” sagði yf­ir­lög­regluþjónn­inn og bætti við að hér­lend­is hefði mik­il aukn­ing verið í verk­efn­um tengd­um ör­ygg­is­mál­um.

Hann sagði upp­lýs­inga­óreiðuna og fals­frétt­irn­ar vest­an­hafs ekki hjálpa til og geta haft áhrif á þróun Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Karl Stein­ar sagði lík­leg­ustu ógn­irn­ar vera brota­hópa sem reyna að brjót­ast inn í tölvu­kerfi stjórn­kerf­is­ins, sem rúss­nesk stjórn­völd hafa stutt við.

Í því sam­hengi nefndi hann mál sem var til skoðunar hjá rík­is­lög­reglu­stjóra síðasta sum­ar þar sem varað var við yf­ir­vof­andi hryðju­verk­um. Ógnin var til þess gerð að trufla lög­reglu og stjórn­völd í sín­um dag­legu störf­um. Karl Stein­ar sagði sam­starf við er­lend­ar stofn­an­ir hafa verið lyk­il­inn í að kom­ast að því að upp­lýs­ing­arn­ar væru falsk­ar.

Rúss­ar, Kín­verj­ar og Íran­ir stundi njósn­ir

Karl Stein­ar sagði það ljóst að verið væri að stunda njósn­ir hér­lend­is og sagði þörf­ina á njósn­um í Evr­ópu aldrei hafa verið meiri.

Hann sagði njósn­ir Rússa hafa starfað í skjóli sendi­ráða þeirra. Því hafi þeir þurft að finna nýj­ar leiðir til njósna eft­ir að fjöl­mörg­um liðsmönn­um njósna­stofn­ana var vísað úr Evr­ópu­lönd­um. Það geri eft­ir­lit með njósn­um þeirra jafn­vel erfiðara.

Þá sagði hann Kín­verja einnig stunda njósn­ir. Það hafi verið viðkvæmt efni að fjalla um en það sé tíma­bært að opna á umræðuna.

Hann sagði Kín­verja afla sér upp­lýs­inga sem notaðar eru í hernaðarleg­um til­gangi og nýta sér einka­fyr­ir­tæki til þess, en einka­fyr­ir­tækj­um í Kína er skylt að deila upp­lýs­ing­um með stjórn­völd­um. Í því sam­hengi nefndi hann rann­sókn­ar­starf­semi Kín­verja á Kár­hóli sem miðar að rann­sókn­um á norður­ljós­um.

Þá sagði Karl Stein­ar einnig fulla ástæðu til að hafa áhyggj­ur af njósn­um frá Íran.

Hann sagði áskor­un fyr­ir öll Vest­ur­lönd að vita hverj­ir stundi njósn­ir og nefndi að Rúss­ar hafi reynt að staðsetja njósn­ara inn­an In­terpol.

Karl Steinar sagði tímabært að opna á umræðuna um njósnir …
Karl Stein­ar sagði tíma­bært að opna á umræðuna um njósn­ir Kín­verja. mbl.is/​Karítas

Get­um ekki setið hjá

Þörf­in á alþjóðlegu sam­starfi og sam­tali hafi því aldrei verið meiri.

Karl Stein­ar sagði fulla þörf fyr­ir ís­lensk stjórn­völd að vera á varðbergi hvernig við kom­um fram á alþjóðavett­vangi.

Við höld­um að við séum ekki með upp­lýs­ing­ar sem skipta ekki máli, en við get­um ekki leyft okk­ur að sitja hjá.

Á Íslandi ríki ná­kvæm­lega sömu hætt­ur og ann­ars staðar á Vest­ur­lönd­um.

Greint verður nán­ar frá er­ind­um ráðstefn­unn­ar á mbl.is síðar í dag.

mbl.is