Kínverska sendiráðið gagnrýnir íslensku lögregluna

Varnarmál Íslands | 28. mars 2025

Kínverska sendiráðið gagnrýnir íslensku lögregluna

Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi segir tilhæfulausar ásakanir ekki stuðla að vinsamlegu samstarfi Kína og Íslands. Ummælin eru svar við ásökunum lögregluyfirvalda á hendur Kína sem komu fram á öryggis- og varnarráðstefnu í gær.

Kínverska sendiráðið gagnrýnir íslensku lögregluna

Varnarmál Íslands | 28. mars 2025

Talsmaðurinn segir kínverska sendiráðið á Íslandi hafa tekið eftir því …
Talsmaðurinn segir kínverska sendiráðið á Íslandi hafa tekið eftir því að ríkislögreglustjórinn hafi sakað og rægt Kína um að „eiga þátt í njósnastarfsemi á Íslandi og í Evrópu“ og „söfnun gagna“. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/mbl.is/Eggert

Talsmaður kín­verska sendi­ráðsins á Íslandi seg­ir til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir ekki stuðla að vin­sam­legu sam­starfi Kína og Íslands. Um­mæl­in eru svar við ásök­un­um lög­reglu­yf­ir­valda á hend­ur Kína sem komu fram á ör­ygg­is- og varn­ar­ráðstefnu í gær.

Talsmaður kín­verska sendi­ráðsins á Íslandi seg­ir til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir ekki stuðla að vin­sam­legu sam­starfi Kína og Íslands. Um­mæl­in eru svar við ásök­un­um lög­reglu­yf­ir­valda á hend­ur Kína sem komu fram á ör­ygg­is- og varn­ar­ráðstefnu í gær.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá sendi­ráðinu sem var send á fjöl­miðla.

Talsmaður­inn seg­ir kín­verska sendi­ráðið á Íslandi hafa tekið eft­ir því að embætti rík­is­lög­reglu­stjóa hafi sakað og rægt Kína um að „eiga þátt í njósn­a­starf­semi á Íslandi og í Evr­ópu“ og „söfn­un gagna“.

„Það kom okk­ur í opna skjöldu, við erum óánægð með það og mót­mæl­um því harðlega,“ er haft eft­ir hon­um.

Lög­reglu­yf­ir­völd hvött til að „leggja niður hroka sinn og for­dóma“

Á ráðstefn­unni í gær sagði Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn og yf­ir­maður ör­ygg­is- og grein­ing­ar­sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, Kín­verja stunda njósn­ir. Það hafi verið viðkvæmt efni að fjalla um en það sé tíma­bært að opna á umræðuna.

Sagði hann Kín­verja afla sér upp­lýs­inga sem notaðar séu í hernaðarleg­um til­gangi og nýti sér einka­fyr­ir­tæki til þess, en einka­fyr­ir­tækj­um í Kína er skylt að deila upp­lýs­ing­um með stjórn­völd­um. Í því sam­hengi nefndi hann rann­sókn­ar­starf­semi Kín­verja á Kár­hóli sem miðar að rann­sókn­um á norður­ljós­um.

Talsmaður sendi­ráðsins mót­mæl­ir þessu harðlega og bend­ir á að Kína hafi unnið með Íslandi til að sigr­ast á þeim áskor­un­um sem þjóðin stóð frammi fyr­ir eft­ir efna­hags­hrunið 2008 og að það sé staðráðið í að auka vináttu við Ísland gagn­vart nú­ver­andi óróa á alþjóðavett­vangi.

Þá seg­ir hann Kína reiðubúið að vinna með Íslandi að því að dýpka vin­sam­legt sam­starf á öll­um sviðum, með það fyr­ir aug­um að auka stöðug­leika og vissu í heim­in­um.

„Við hvetj­um viðkom­andi stofn­un til að leggja hrok­ann og for­dóma til hliðar og forðast að senda frá sér til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir og dreifa sögu­sögn­um. Einnig er viðkom­andi stofn­un hvött til að taka mið af heild­ar­ástandi í sam­skipt­um Kína og Íslands, halda uppi sjálf­stæðu, hlut­lægu og sann­gjörnu viðhorfi og gera fleira sem stuðlar að heil­brigðri þróun tví­hliða sam­skipta, frek­ar en hið gagn­stæða,“ er haft eft­ir tals­mann­in­um.

Upp­fært klukk­an 9:50

mbl.is óskaði eft­ir viðbrögðum frá Karli Stein­ari Vals­syni, yf­ir­lög­regluþjóni og yf­ir­manns ör­ygg­is- og grein­ing­ar­sviðs rík­is­lörgeglu­stjóra, um um­mæli kín­verska sendi­ráðsins en hann kaus að tjá sig ekki frek­ar um málið.

mbl.is