RÚV leiðréttir sig

RÚV leiðréttir sig

Ríkisútvarpið hefur sent frá sér leiðréttingu vegna inngangs Spegilsins að fréttaumfjöllun varðandi mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra.

RÚV leiðréttir sig

Ásthildur Lóa segir af sér | 28. mars 2025

RÚV hefur sent frá leiðréttingu.
RÚV hefur sent frá leiðréttingu. Samsett mynd mbl.is/Eggert/Eyþór

Rík­is­út­varpið hef­ur sent frá sér leiðrétt­ingu vegna inn­gangs Speg­ils­ins að fréttaum­fjöll­un varðandi mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi barna- og mennta­málaráðherra.

Rík­is­út­varpið hef­ur sent frá sér leiðrétt­ingu vegna inn­gangs Speg­ils­ins að fréttaum­fjöll­un varðandi mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi barna- og mennta­málaráðherra.

Seg­ir í leiðrétt­ing­unni að í inn­gangi að um­fjöll­un Speg­ils­ins, þar sem rætt var við álits­gjafa hinn 20. mars kl. 18.10, hafi komið fram sú staðhæf­ing að Ásthild­ur Lóa hefði átt barn með fimmtán ára pilti þegar hún sjálf var 22 ára, sem sé rangt. 

„Hið rétta er að pilt­ur­inn var sex­tán ára og Ásthild­ur Lóa tutt­ugu og þriggja ára þegar þau eignuðust barnið eins og kom fram í frétt­um RÚV af mál­inu. Frétta­stofa RÚV harm­ar þessi mis­tök og biður alla hlutaðeig­andi vel­v­irðing­ar,“ seg­ir í leiðrétt­ing­unni.

mbl.is