RÚV leiðréttir sig

RÚV leiðréttir sig

Ríkisútvarpið hefur sent frá sér leiðréttingu vegna inngangs Spegilsins að fréttaumfjöllun varðandi mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra.

RÚV leiðréttir sig

Ásthildur Lóa segir af sér | 28. mars 2025

RÚV hefur sent frá leiðréttingu.
RÚV hefur sent frá leiðréttingu. Samsett mynd mbl.is/Eggert/Eyþór

Ríkisútvarpið hefur sent frá sér leiðréttingu vegna inngangs Spegilsins að fréttaumfjöllun varðandi mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra.

Ríkisútvarpið hefur sent frá sér leiðréttingu vegna inngangs Spegilsins að fréttaumfjöllun varðandi mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra.

Segir í leiðréttingunni að í inngangi að umfjöllun Spegilsins, þar sem rætt var við álitsgjafa hinn 20. mars kl. 18.10, hafi komið fram sú staðhæfing að Ásthildur Lóa hefði átt barn með fimmtán ára pilti þegar hún sjálf var 22 ára, sem sé rangt. 

„Hið rétta er að pilturinn var sextán ára og Ásthildur Lóa tuttugu og þriggja ára þegar þau eignuðust barnið eins og kom fram í fréttum RÚV af málinu. Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök og biður alla hlutaðeigandi velvirðingar,“ segir í leiðréttingunni.

mbl.is