Þarf að auka varnir á norðurslóðum

Grænland | 28. mars 2025

Þarf að auka varnir á norðurslóðum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, fagnar því að JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hafi tekið skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkjamenn virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Það skipti máli að því væri slegið föstu.

Þarf að auka varnir á norðurslóðum

Grænland | 28. mars 2025

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana. AFP/Ludovic Marin

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, fagn­ar því að JD Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hafi tekið skýrt fram í ræðu sinni á Græn­landi að Banda­ríkja­menn virði sjálfs­ákvörðun­ar­rétt Græn­lend­inga. Það skipti máli að því væri slegið föstu.

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, fagn­ar því að JD Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hafi tekið skýrt fram í ræðu sinni á Græn­landi að Banda­ríkja­menn virði sjálfs­ákvörðun­ar­rétt Græn­lend­inga. Það skipti máli að því væri slegið föstu.

Frederik­sen birti færslu á Face­book-síðu sinni nú fyr­ir skömmu, þar sem hún tók fram að Dan­ir hefðu verið góðir banda­menn gagn­vart Banda­ríkj­un­um og öll­um öðrum þjóðum í Atlants­hafs­banda­lag­inu. Þá hefðu Dan­ir hefðu stór­aukið út­gjöld sín til varn­ar­mála.

„Í mörg ár höf­um við staðið hlið við hlið Banda­ríkja­manna í mörg­um erfiðum aðstæðum. Því er það ekki rétt­læt­an­legt hvernig vara­for­set­inn tal­ar um Dan­mörku,“ sagði Frederik­sen í færslu sinni, en Vance hef­ur nú ít­rekað lýst því yfir að Dan­ir hafi ekki verið góðir banda­menn og að þeir hafi van­rækt varn­ar­skyld­ur sín­ar gagn­vart Græn­landi og norður­slóðum. 

Sagði Frederik­sen það hins veg­ar rétt að setja þyrfti varn­ar­mál norður­slóða á hærri stall. Dan­ir væru þar að styrkja sig með auknu eft­ir­liti og nýj­um skip­um, drón­um og gervi­hnött­um. 

Benti hún á að Græn­land væri hluti af NATO og því þyrfti banda­lagið einnig að stór­auka viðveru sína á norður­slóðum. 

„Við erum til­bú­in, dag sem nótt, til að vinna með Banda­ríkja­mönn­um. Slíkt sam­starf þarf að grund­vall­ast á hinum nauðsyn­legu alþjóðleg­um leik­regl­um. Og í aukn­um vörn­um fyr­ir alla hluta NATO-banda­lags­ins,“ sagði Frederik­sen í færslu sinni. 

mbl.is