J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi í dag. Grænlensk og dönsk stjórnvöld líta á heimsóknina sem ögrun í ljósi ummæla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem hefur áhuga á að innlima Grænland.
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi í dag. Grænlensk og dönsk stjórnvöld líta á heimsóknina sem ögrun í ljósi ummæla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem hefur áhuga á að innlima Grænland.
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi í dag. Grænlensk og dönsk stjórnvöld líta á heimsóknina sem ögrun í ljósi ummæla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem hefur áhuga á að innlima Grænland.
Trump ítrekaði þá skoðun sína í gær að Bandaríkin yrðu að fá yfirráð yfir Grænlandi í ljósi innanríkis- og alþjóðaöryggis. Forsetinn hefur neitað að útiloka þann valkost að beita valdi til að ná þessu í gegn.
„Við verðum að fá það,“ sagði Trump.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að hann teldi Trump vera alvara.
„Það eru alvarleg mistök að halda að þetta sé einhvers konar sérkennileg umræða frá hinni nýju bandarísku ríkisstjórn. Það er alls ekki svo,“ sagði Pútín.
Danskir og grænlenskir embættismenn sem njóta stuðnings Evrópusambandsins hafa ítrekað sagt að Bandaríkin muni ekki eignast Grænland.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, fordæmdi áform bandarískrar sendinefndar um að koma óboðin til landsins, sem upphaflega átti að vera mun umfangsmeiri heimsókn, sem „óviðunandi þrýsting“ á Grænland og Danmörku.
Meirihluti grænlensku þjóðarinnar er andvígur hugmyndum Bandaríkjanna um innlimun. Stjórnvöld í Grænlandi hafa sagt að þau myndu taka kuldalega á móti bandarísku sendinefndinni. Þá voru nokkrar mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar.
Vance og eiginkona hans, Usha Vance, munu því aðeins heimsækja bandarísku Pituffik-geimherstöðina (e. Space Base) á norðvesturhluta eyjarinnar. Með þeim í för verður Chris Wright, orkumálaráðherra Bandaríkjanna.
Vance segir að sendinefndin muni hitta liðsmenn stöðvarinnar og fá að vita hvað sé í gangi í sambandi við öryggismál.
Vance reitti Dani til reiði í byrjun febrúar þegar hann sagði að Danmörk væri ekki að sinna sínu hlutverki við að vernda Grænland. Hann sagði enn fremur að Danir væru ekki góðir bandamenn.