„Allt við þessa heimsókn var óviðeigandi“

„Allt við þessa heimsókn var óviðeigandi“

„Þetta hefur allt verið óviðeigandi. Allt við þessa heimsókn var óviðeigandi að mínu mati. Á tíma sem er viðkvæmur í Grænlandi en það var ekki búið að mynda stjórn.“

„Allt við þessa heimsókn var óviðeigandi“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 29. mars 2025

Þorgeður Katrín segir gagnkvæma virðingu og samvinnu bandamanna einu leiðina …
Þorgeður Katrín segir gagnkvæma virðingu og samvinnu bandamanna einu leiðina fram á við. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/AFP

„Þetta hef­ur allt verið óviðeig­andi. Allt við þessa heim­sókn var óviðeig­andi að mínu mati. Á tíma sem er viðkvæm­ur í Græn­landi en það var ekki búið að mynda stjórn.“

„Þetta hef­ur allt verið óviðeig­andi. Allt við þessa heim­sókn var óviðeig­andi að mínu mati. Á tíma sem er viðkvæm­ur í Græn­landi en það var ekki búið að mynda stjórn.“

Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og vís­ar þar til heim­sókn­ar J.D. Vance vara­for­seta Banda­ríkj­anna til Græn­lands.

Breytt af ör­ygg­is­ástæðum

Heim­sókn­in var upp­haf­lega sögð „menn­ing­ar­ferð“ eig­in­konu Vance, Ushu, þar sem hún skyldi fylgj­ast með hunda­sleðakeppni.

Aft­ur á móti var heim­sókn­inni breytt af ör­ygg­is­ástæðum vegna fyr­ir­hugaðra mót­mæla.

Hjón­in vörðu ein­ung­is nokkr­um klukku­stund­um á Græn­landi og heim­sóttu aðeins geim­her­stöðina Pituffik og eld­flauga­varn­ar­stöð um 1.500 kíló­metra frá höfuðborg­inni Nuuk, ásamt öðrum emb­ætt­is­mönn­um Banda­ríkj­anna.

Þor­gerður Katrín setti nokk­ur vel val­in orð á sam­fé­lags­miðil­inn X í til­efni heim­sókn­ar­inn­ar.

Kall­ar eft­ir gagn­kvæmri virðingu og sam­vinnu

„Dan­mörk og Græn­land eru í nor­rænu fjöl­skyld­unni. Líkt og Ísland og önn­ur Norður­lönd er allt ríki Dan­merk­ur hluti af NATO, þar sem banda­menn vinna þétt sam­an við að styrkja ör­yggi á Norður­slóðum. Gagn­kvæm virðing og sam­vinna banda­manna er eina leiðin fram á við,“ skrifaði Þor­gerður.

Seg­ir hún í sam­tali við mbl.is að Norður­lönd­in séu ein­fald­lega að sýna sam­stöðu með Græn­landi og Dan­mörku og und­ir­strika að um sé að ræða sterk­an sam­hent­an hóp sem byggi á grund­vall­ar­gild­um um full­veldi þjóða, að virða friðhelgi landa­mæra og alþjóðalög.

„Að hvort tveggja sé virkt og virt. Það veit­ir ekki að því að und­ir­strika þetta,“ seg­ir ráðherra.

„Við erum að reyna að tala þannig að það verði enn dyr opn­ar til að gera það sem vin­ir ein­mitt gera. Setj­ast niður og leysa mál­in. Það höf­um við NATO-þjóðirn­ar gert far­sæl­lega í meira en 75 ár síðan NATO var stofnað.“

J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna kveður Pituffik geimstöðina á Grænlandi í …
J.D. Vance vara­for­seti Banda­ríkj­anna kveður Pituffik geim­stöðina á Græn­landi í gær. AFP/​Jim Wat­son

Rasmus­sen kann ekki við tón­inn

Við færslu sína hengdi Þor­gerður Katrín skila­boð Lars Løkke Rasmus­sen, ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur til Banda­ríkja­manna.

Þar seg­ir Lars að hann kunni ekki við þann tón sem kem­ur frá Banda­ríkja­mönn­um en seg­ir að Dan­ir séu til­bún­ir að ræða um viðveru am­er­ísks herliðs á Græn­landi.

Dan­ir virði þá þörf Banda­ríkja­manna til að auka við herlið sitt á Græn­landi. Býður hann Banda­ríkja­mönn­um til sam­tals um stöðuna.

Minn­ir Rasmus­sen Banda­ríkja­menn að lok­um á að Græn­land sé hluti af NATO og varn­ar­svæði NATO nái til Græn­lands.

Þor­gerður seg­ir Norður­lönd­in hafa staðið sam­an um þessi grund­vall­ar­gildi og það sé al­veg skýrt að Norður­landaþjóðirn­ar séu að und­ir­strika það.

„Lars Lökke með sinni yf­ir­lýs­ingu og við koll­eg­ar hans að taka und­ir með hon­um.“

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Norður­land­anna sendu all­ir frá sér álíka færslu í dag. Espen Barth Eide fyr­ir Nor­eg, Maria Mal­mer Stenergard fyr­ir Svíþjóð, El­ina Valt­on­en fyr­ir Finn­land og Þor­gerður Katrín fyr­ir Ísland.

Eng­in merki um breytta stefnu

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræðipró­fess­or skrif­ar á face­book að lík­lega sé tímaspurs­mál hvenær banda­rísk­ir ráðamenn munu tala um mik­il­vægi þess að þeir ráði yfir Íslandi.

Þor­gerður Katrín seg­ir aðspurð eng­in merki af Banda­ríkj­anna hálfu að stefna þeirra gagn­vart Íslandi sé að breyt­ast eða stefna okk­ar gagn­vart Banda­ríkj­un­um.

„Þetta hef­ur verið fram til þessa gott sam­starf og ef eitt­hvað er hef­ur það auk­ist og styrkst síðustu 6-8 árin. Við höf­um séð það,“ seg­ir ráðherr­ann.

„Það breyt­ir því ekki að við þurf­um að vera und­ir­bú­in und­ir alls kyns sviðsmynd­ir en fyrst og síðast þurf­um við að vera á varðbergi gagn­vart Rúss­um, það eru þeir sem eru helsta ógn­in.“

Þor­gerður Katrín seg­ir grund­vall­ar­stoðir Íslands í vörn­um og ör­yggi í dag vera tvær. Aðild­in að NATO og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in.

Ýta und­ir sam­starf

„Það er hins veg­ar al­veg ljóst og við höf­um verið að ýta und­ir tví­hliða og marg­hliða sam­starf eins og með Kan­ada, Nor­egi og Bretlandi.“

Seg­ir hún þess­ar þjóðir hafa starfað með Íslandi, til að mynda Nor­eg­ur og Bret­land í gegn­um JEF (Jo­int Exped­iti­on­ary Force), fjölþjóðlega hernaðarsam­vinnu sem miðar af hröðu viðbragði og leiðang­ursaðgerðum.

Þá sé Íslandi í virku sam­starfi inn­an Norður­land­anna, NOR­D­EFCO, sem á að styrkja land­varn­ir og vinna að skil­virk­um og sam­eig­in­lausn­um ríkj­anna.

„Við mun­um þá huga að því að fara í sam­bæri­legt sam­starf og Norðmenn gerðu við Evr­ópu­sam­bandið á sviði ör­ygg­is og varn­ar­mála.

Þetta eru allt þætt­ir sem koma til með að fjölga stoðunum und­ir okk­ar varn­ar- og ör­ygg­is­stefnu og við erum að spýta í lóf­ana með. Það er al­veg ljóst af þróun mála á Græn­landi að það veit­ir ekki af.“

Gjör­breytt heims­mynd frá stjórn­arsátt­mála

Seg­ir ráðherr­ann að nú þegar fókus­inn sé að fær­ast meira á Norður-Atlants­hafið þurfi Ísland að gera meira, líkt og aðrar Evr­ópuþjóðir.

„Við erum að stíga mjög ákveðin og sýni­leg skref í þá veru.

Við sett­um ör­ygg­is- og varn­ar­mál á dag­skrá í stjórn­arsátt­mála þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar meðvituð um þá breyttu heims­mynd sem nú er og hún hef­ur meira að segja gjör­breyst frá þeim tíma eft­ir að við tók­um við.“

mbl.is