Heimsækir Grænland til að tryggja samheldni

Heimsækir Grænland til að tryggja samheldni

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur í tveggja daga heimsókn til Grænlands í næstu viku. Tilgangur heimsóknarinnar er að efla samheldni landanna tveggja, að fram kemur í fréttatilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu.

Heimsækir Grænland til að tryggja samheldni

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 29. mars 2025

Frederiksen telur mikilvægt að heimsækja sem fyrst nýjan formann landsstjórnar …
Frederiksen telur mikilvægt að heimsækja sem fyrst nýjan formann landsstjórnar Grænlands. AFP/Ludovic Marin

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, held­ur í tveggja daga heim­sókn til Græn­lands í næstu viku. Til­gang­ur heim­sókn­ar­inn­ar er að efla sam­heldni land­anna tveggja, að fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá danska for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, held­ur í tveggja daga heim­sókn til Græn­lands í næstu viku. Til­gang­ur heim­sókn­ar­inn­ar er að efla sam­heldni land­anna tveggja, að fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá danska for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Danska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur ít­rekað lýst því yfir að nauðsyn­legt sé fyr­ir Banda­ríkja­menn að öðlast yf­ir­ráð yfir Græn­landi til að tryggja bæði inn­an­rík­is- og alþjóðaör­yggi.

Ítrekaði hann þá skoðun sína í gær, á svipuðum tíma og J.D Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, heim­sótti Græn­land ásamt konu sinni. 

Mót­mælt fyr­ir utan Banda­ríska sendi­ráðið

Þau hjón­in heim­sóttu Pituffik-geim­her­stöðina á norðvest­ur­hluta eyj­ar­inn­ar, þar sem Vance hélt blaðamanna­fund þar sem hann sagði meðal ann­ars að Dan­ir hefðu ekki gert nóg til að tryggja ör­yggi Græn­lend­inga.

Frederik­sen hef­ur sagt að um­mæli Vance séu ekki boðleg. „Í mörg ár höf­um við staðið við hlið Banda­ríkja­manna í mjög erfiðum aðstæðum,“ sagði hún í yf­ir­lýs­ingu til BBC í dag.

„Þess vegna er þetta ekki rétt leið fyr­ir vara­for­set­ann að vísa til Dan­merk­ur,“ sagði hún jafn­framt.

Þá var mót­mælt fyr­ir utan banda­ríska sendi­ráðið í Kaup­manna­höfn i dag.


Mik­il­vægt að fara í heim­sókn sem fyrst

Í heim­sókn sinni mun Frederik­sen hitta Jens-Frederik Niel­sen, nýj­an formann lands­stjórn­ar Græn­lands, ásamt því að funda með nýrri rík­is­stjórn.

„Á Græn­landi er ný­y­f­irstaðið gott lýðræðis­legt ferli og breið sam­steypu­stjórn hef­ur verið mynduð. Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að fara sem fyrst í heim­sókn og heilsa upp á nýj­an formann lands­stjórn­ar,“ er haft eft­ir Frederik­sen í frétta­til­kynn­ing­unni.

„Ég ber mikla virðingu fyr­ir því hvernig græn­lend­ing­ar og græn­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa tek­ist á við mikið álag síðustu mánaða. Sú staða kall­ar á sam­heldni þvert á flokka og þvert á ríkasam­band, með virðingu og jafn­ræði að leiðarljósi.“

mbl.is