Heimsókn Vance leiddi til ýmissa viðbragða

Grænland | 29. mars 2025

Heimsókn Vance leiddi til ýmissa viðbragða

Yfirgnæfandi meirihluti Grænlendinga er andvígur hugmyndinni um að verða hluti af Bandaríkjunum, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í janúar. Embættis- og fræðimenn hafa deilt skoðunum sínum á heimsókn Bandaríkjamanna til Grænlands. Þá sagði J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Danmörku ekki hafa gert nóg fyrir öryggi Grænlendinga. BBC greinir frá.

Heimsókn Vance leiddi til ýmissa viðbragða

Grænland | 29. mars 2025

J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hefur sakað Dani um að hafa …
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hefur sakað Dani um að hafa gert Grænland berskjaldað fyrir innrásum Kína og Rússlands. AFP/Jim Watson

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti Græn­lend­inga er and­víg­ur hug­mynd­inni um að verða hluti af Banda­ríkj­un­um, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem gerð var í janú­ar. Embætt­is- og fræðimenn hafa deilt skoðunum sín­um á heim­sókn Banda­ríkja­manna til Græn­lands. Þá sagði J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Dan­mörku ekki hafa gert nóg fyr­ir ör­yggi Græn­lend­inga. BBC grein­ir frá.

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti Græn­lend­inga er and­víg­ur hug­mynd­inni um að verða hluti af Banda­ríkj­un­um, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem gerð var í janú­ar. Embætt­is- og fræðimenn hafa deilt skoðunum sín­um á heim­sókn Banda­ríkja­manna til Græn­lands. Þá sagði J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Dan­mörku ekki hafa gert nóg fyr­ir ör­yggi Græn­lend­inga. BBC grein­ir frá.

Friðrik Dana­kon­ung­ur hef­ur einnig hafnað hug­mynd­um Banda­ríkja­manna. „Við lif­um í breytt­um veru­leika,“ skrifaði kon­ung­ur­inn á sam­fé­lags­miðla.

„Það ætti ekki að vera neinn vafi á því að ást mín til Græn­lands og tengsl mín við Græn­lend­inga eru ósnort­in.“

Heim­sókn Vance

Heim­sókn Banda­ríkja­manna til Græn­lands var upp­haf­lega sögð „menn­ing­ar­ferð“ eig­in­konu Vance, Ushu, þar sem hún myndi horfa á hunda­sleðakeppni. Aft­ur á móti breytt­ist heim­sókn­in tölu­vert, vegna ör­ygg­is­á­hyggna vegna fyr­ir­hugaðra mót­mæla.

Nýtt fyr­ir­komu­lag fól í sér að hjón­in eyddu ein­ung­is nokkr­um klukku­stund­um á Græn­landi. Þau heim­sóttu aðeins geim­stöðina Pituffik og eld­flauga­varn­ar­stöð í af­skekkt­um hluta eyj­unn­ar, um 1.500 kíló­metra frá höfuðborg­inni Nuuk, ásamt öðrum emb­ætt­is­mönn­um Banda­ríkj­anna.

Hita­stigið í Pituffik var -19 gráður þegar á heim­sókn­inni stóð.

Hjónin eyddu aðeins nokkrum klukkustundum á Grænlandi og heimsóttu Pituffik …
Hjón­in eyddu aðeins nokkr­um klukku­stund­um á Græn­landi og heim­sóttu Pituffik geim­stöðina, eld­flauga­varn­ar­stöð í af­skekkt­um norður­hluta eyj­unn­ar, um 1.500 km frá höfuðborg­inni Nuuk, ásamt öðrum emb­ætt­is­mönn­um Banda­ríkj­anna. AFP/​Jim Wat­son

Í heim­sókn sinni í Pituffik-geim­her­stöðina dró Vance úr ný­leg­um hót­un­um Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta um að yf­ir­taka eyj­una með hervaldi og hvatti þess í stað Græn­lend­inga til að slíta tengsl­in við Dan­mörku, sem hef­ur stjórnað eyj­unni í meira en 300 ár.

Hann sakaði Dani um að hafa ekki fjár­fest nægi­lega miklu í varn­ar­mál­um eyj­unn­ar, þannig hafi þeir gert Græn­land ber­skjaldað fyr­ir meint­um inn­rás­um Kína og Rúss­lands. Hvatti hann þá Græn­lend­inga til að „gera samn­ing“ við Banda­rík­in.

„Öryggi þeirra er svo sann­ar­lega ör­yggi okk­ar“

Vance sagði nauðsyn­legt að halda Græn­lands­bú­um ör­ugg­um fyr­ir inn­rás­um frá Rússlandi, Kína og öðrum þjóðum, án þess að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Hann nefndi Rúss­land og Kína sér­stak­lega vegna áhuga land­anna á leiðum og jarðefn­um á svæðinu, þar sem talið er að 57.000 íbúa eyj­an búi yfir mikl­um ónýtt­um jarðefna- og olíu­birgðum.

„Við teljum að okkur geta náð fram samningum, að hætti …
„Við telj­um að okk­ur geta náð fram samn­ing­um, að hætti Don­ald Trump, til að tryggja ör­yggi þessa svæðis,“ sagði Vance. AFP/​Jim Wat­son

Í um­mæl­um sín­um reyndi Vance að full­vissa íbúa Græn­lands um að Banda­rík­in myndu ekki beita hervaldi til að taka eyj­una frá Dan­mörku. Þess í stað hvatti hann Græn­lend­inga til að til­einka sér „sjálfs­ákvörðun­ar­rétt“ og slíta tengsl­in við Dan­mörku, sem hef­ur stjórnað svæðinu síðan 1721.

„Við telj­um að okk­ur geta náð fram samn­ing­um, að hætti Don­alds Trumps, til að tryggja ör­yggi þessa svæðis,“ sagði Vance.

„Við von­um að þeir velji að eiga í sam­starfi við Banda­rík­in, því við erum eina þjóðin á jörðinni sem mun virða full­veldi þeirra og virða ör­yggi þeirra,“ sagði hann og bætti við: „Öryggi þeirra er svo sann­ar­lega ör­yggi okk­ar.“

Eng­in áform um að auka herviðveru

Vara­for­set­inn sagði Banda­rík­in ekki hafa nein áform eins og er um að auka viðveru hers­ins á Græn­landi, en þau myndu fjár­festa meira, þar á meðal í flota­skip­um og ís­brjót­um.

Skila­boð okk­ar til Dan­merk­ur eru ein­föld: Þið hafið ekki sinnt fólk­inu á Græn­landi nægi­lega vel. Þið hafið fjár­fest of lítið í fólki Græn­lands og ör­ygg­is­upp­bygg­ingu þessa ótrú­lega og fal­lega lands,“ sagði Vance.

Varaforsetinn sagði Bandaríkin ekki hafa nein áform eins og er …
Vara­for­set­inn sagði Banda­rík­in ekki hafa nein áform eins og er um að auka viðveru hers­ins á jörðum Græn­lands, en þau myndu fjár­festa meira fjár­magni, þar á meðal flota­skip­um og ís­brjót­um. AFP/​Jim Wat­son

Á meðan á þessu stóð sagði Don­ald Trump Banda­rík­in þurfa á Græn­landi að halda til að tryggja „frið alls heims­ins“ og að vatna­leiðir þess hefðu „kín­versk og rúss­nesk skip út um allt“.

„Við þurf­um Græn­land, mjög mik­il­vægt, fyr­ir alþjóðlegt ör­yggi,“ sagði for­set­inn.

„Við verðum að hafa Græn­land. Þetta er ekki spurn­ing um: „Held­urðu að við get­um verið án þess?“ Við get­um það ekki.“

For­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur um um­mæli Vance

Trump bætti við að Dan­mörk og Evr­ópu­sam­bandið skildu ástandið „og ef þau gera það ekki verðum við að út­skýra það fyr­ir þeim“.

Í yf­ir­lýs­ingu til BBC sagði Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, um­mæli Vance um Dan­mörku ekki boðleg. „Í mörg ár höf­um við staðið hlið við hlið með Banda­ríkja­mönn­um í mjög erfiðum aðstæðum,“ sagði hún.

„Þess vegna er þetta ekki rétt leið fyr­ir vara­for­set­ann að vísa til Dan­merk­ur.“

Mette er ekki sátt með ummæli Vance.
Mette er ekki sátt með um­mæli Vance. AFP/​Ludovic Mar­in

Hún sagði Dani hafa aukið út­gjöld til varn­ar­mála veru­lega, en myndu auka enn frek­ar fjár­fest­ingu sína með auknu eft­ir­liti, nýj­um heim­skauta­skip­um, lang­dræg­um drón­um og gervi­hnatta­getu.

„Við erum til­bú­in – dag og nótt – til sam­starfs við Banda­ríkja­menn,“ sagði hún.

„Sam­starf sem verður að byggja á nauðsyn­leg­um alþjóðleg­um leik­regl­um.“

„Nú hef­ur ann­ar land­námsmaður áhuga á okk­ur“

Nýr for­sæt­is­ráðherra Græn­lands, Jens-Frederik Niel­sen, sagði heim­sókn Vance sýna „virðing­ar­leysi fyr­ir græn­lensku þjóðinni“.

Qup­anuk Ol­sen, græn­lensk­ur stjórn­mála­maður í Nal­eraq-flokkn­um, sagði við BBC að Græn­lend­ing­ar væru að taka áhuga Banda­ríkj­anna mjög al­var­lega.

„Við erum hrædd um að verða ný­lendu­svæði aft­ur. Við höf­um verið ný­lenda und­an­far­in 300 ár und­ir Dan­mörku, okk­ur líður enn þannig,“ sagði Ol­sen.

„Nú hef­ur ann­ar land­námsmaður áhuga á okk­ur.“

Jens-Frederik Nielsen er nýr forsætisráðherra Grænlands.
Jens-Frederik Niel­sen er nýr for­sæt­is­ráðherra Græn­lands. AFP/​Mads Claus Rasmus­sen

„Þetta er svo­lítið skrítið, mér lík­ar þetta ekki“

Í Nuuk, höfuðborg Græn­lands, voru nokkr­ir viðmæl­end­ur BBC ekki hrifn­ir af Banda­ríkja­mönn­um.

Í menn­ing­armiðstöð í borg­inni sagði lista­kon­an Karline Poul­sen: „Það eru marg­ar leiðir til að segja hlut­ina. En ég held að leið Trumps for­seta sé ekki rétta leiðin.“

Kona, sem gaf aðeins nafnið Nina, sagði: „Ég hef áhyggj­ur [af heim­sókn­inni]. Þetta er svo­lítið skrítið, mér lík­ar þetta ekki.“

Dótt­ir henn­ar, Anita, sagði heim­sókn­ina hafa valdið mik­illi óvissu og marga hafa áhyggj­ur.

Pútín seg­ir Trump vera al­vara

Frá ár­inu 2009 hef­ur Græn­land haft rétt á að boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði en und­an­far­in ár hafa sum­ir stjórn­mála­flokk­ar lands­ins þrýst á að sá rétt­ur verði nýtt­ur.

Græn­land stjórn­ar eig­in inn­an­rík­is­mál­um en ákv­arðanir um ut­an­rík­is- og varn­ar­mál eru tekn­ar í Dan­mörku. Fimm af sex stærstu flokk­un­um sem tóku þátt í kosn­ing­un­um í þess­um mánuði eru hlynnt­ir sjálf­stæði frá Dan­mörku, en þeir eru ósam­mála um hvenær og hvernig megi ná því fram.

Trump kom hug­mynd­inni um að kaupa Græn­land fyrst á yf­ir­borðið á sínu fyrsta kjör­tíma­bili – og hef­ur löng­un hans til að eiga eyj­una aðeins vaxið með tím­an­um.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagðist telja áætlan­ir Trumps um Græn­land „al­var­leg­ar“ og lýsti áhyggj­um yfir því að Nato-rík­in væru í aukn­um mæli að til­nefna fjar­læg norður­lönd sem stökkpall fyr­ir hugs­an­leg átök.

Pró­fess­or um ör­yggi á norður­slóðum

Troy Bouff­ard, pró­fess­or við há­skól­ann í Alaska sem sér­hæf­ir sig í ör­yggi á norður­slóðum, sagði við blaðamann BBC að Trump styðjist við viðskipta­vit sitt til að ná því sem hann vill á svæðinu, frek­ar en land­stjórn­ar­mál eða diplóma­tíu.

„Ef þú hugs­ar þetta mál aðeins út frá diplóma­tísk­um hætti, muntu missa af öðrum val­kost­um sem Banda­rík­in gætu haft til að loka þess­um samn­ingi, til að þrýsta á aðalleik­ar­ana til að semja eða gera mála­miðlan­ir,“ sagði hann. Hann telji það von Banda­ríkj­anna að út­kom­an verði „mun traust­ara sam­band“ við Græn­land.

Það geti hugs­an­lega verið gert með því að ná Dön­um út úr mynd­inni og láta Banda­rík­in koma á sam­starfi sem kem­ur í stað Dan­merk­ur, sagði hann.

Mögu­legt væri að Banda­rík­in breyti eðli sam­starfs­ins og taki á sig ein­hverja ábyrgð sem hef­ur til­heyrt Dan­mörku.

mbl.is