Svandís: Snerist um hagsmuni flokkanna

Alþingi | 30. mars 2025

Svandís: Snerist um hagsmuni flokkanna

„Við vorum búin að vera þátttakendur í ríkisstjórn sem var sögulega óvinsæl á lokametrunum. Í raun og veru þá hefðum við átt að vera búin að slíta því samstarfi löngu fyrr,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Sprengisandi í morgun. 

Svandís: Snerist um hagsmuni flokkanna

Alþingi | 30. mars 2025

Svandís var á þingi í 15 ár.
Svandís var á þingi í 15 ár. mbl.is/Karítas

„Við vorum búin að vera þátttakendur í ríkisstjórn sem var sögulega óvinsæl á lokametrunum. Í raun og veru þá hefðum við átt að vera búin að slíta því samstarfi löngu fyrr,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Sprengisandi í morgun. 

„Við vorum búin að vera þátttakendur í ríkisstjórn sem var sögulega óvinsæl á lokametrunum. Í raun og veru þá hefðum við átt að vera búin að slíta því samstarfi löngu fyrr,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Sprengisandi í morgun. 

Vinstri grænir voru í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki frá 2017 til 2024. Í síðustu alþingiskosningum duttu Vinstri grænir af þingi. Flokk­ur­inn fékk 4.974 at­kvæði, eða 2,3%.

„Stemningin farin“

Svandís segir að vorið 2023 hafi ríkisstjórnarsamstarfið ekki verið á góðum stað. „Þá var stemningin farin. Í framhaldi af því þá var þetta farið að snúast meira um hagmuni flokkanna.“

Í nóvember 2023 fóru þingmenn og ráðherrar stjórn­ar­flokk­anna með rútu á Þing­velli þar sem þing­flokk­arn­ir þrír fóru yfir stöðuna og ræddu sam­an.

Svandís segir þá ferð ekki hafa gengið nógu vel.

„Um haustið var gerð söguleg tilraun þar sem að við fórum í rútu með rútur til þess að hrista hópinn saman og það gekk ekkert.“

Myndatökumaður mbl.is tók meðfylgjandi myndskeið áður en stjórnmálamennirnir lögð af stað á Þingvelli. 

mbl.is