„Allt kjörtímabilið er undir í þessari vinnu“

Alþingi | 31. mars 2025

„Allt kjörtímabilið er undir í þessari vinnu“

Eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar er að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir sem er liður í því að ná stjórn á fjármálum ríkisins og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta. 

„Allt kjörtímabilið er undir í þessari vinnu“

Alþingi | 31. mars 2025

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Inga Sæland, …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fóru yfir fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar í dag ásamt því að ræða nýja fjármálaáætlun sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti í morgun. mbl.is/Eyþór

Eitt af for­gangs­verk­efn­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er að hagræða, ein­falda stjórn­sýslu og sam­eina stofn­an­ir sem er liður í því að ná stjórn á fjár­mál­um rík­is­ins og skapa skil­yrði fyr­ir lækk­un vaxta. 

Eitt af for­gangs­verk­efn­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er að hagræða, ein­falda stjórn­sýslu og sam­eina stofn­an­ir sem er liður í því að ná stjórn á fjár­mál­um rík­is­ins og skapa skil­yrði fyr­ir lækk­un vaxta. 

Fram kem­ur í nýrri fjár­mála­áætl­un 2026-2030, sem fjár­málaráðherra kynnti í morg­un, að um­fangs­mik­il vinna muni fara fram á ár­inu 2025 við frek­ari úr­vinnslu og út­færslu þeirra fjöl­mörgu til­lagna til hagræðing­ar og ein­föld­un­ar stjórn­sýslu sem aflað hafi verið á fyrstu mánuðum kjör­tíma­bils­ins. Alls er stefnt að 107 millj­arða hagræðingu yfir tíma­bilið.

Ná­kvæm­ar áætlan­ir liggi fyr­ir í lok árs

„Allt kjör­tíma­bilið er und­ir í þess­ari vinnu, fyrstu áætlan­ir birt­ast í þess­ari fjár­mála­áætl­un en gert er ráð fyr­ir að í des­em­ber 2025 liggi fyr­ir ná­kvæm­ar áætlan­ir hjá öll­um ráðuneyt­um fyr­ir kjör­tíma­bilið,“ seg­ir í áætl­un­inni. 

Vísað er til þess þegar rík­is­stjórn­in efndi í upp­hafi árs til sam­ráðs við þjóðina und­ir yf­ir­skrift­inni Ver­um hag­sýn í rekstri rík­is­ins. Auk þess sem einnig hafi verið óskað eft­ir til­lög­um til hagræðing­ar, ein­föld­un­ar og um­bóta frá ráðuneyt­um og öll­um stofn­un­um rík­is­ins, en alls bár­ust tæp­lega 4.000 til­lög­ur, lang­flest­ar frá ein­stak­ling­um.

Starfs­hóp­ur um hagræðingu í rík­is­rekstri vann úr til­lög­un­um og skilaði til­lög­um sín­um til rík­is­stjórn­ar í byrj­un mars.

Al­menn­ing­ur vilji skil­virk­ari og gagn­særri op­in­bera þjón­ustu

„Til­lög­urn­ar sem bár­ust end­ur­spegla áherslu al­menn­ings á skil­virk­ari og gagn­særri op­in­bera þjón­ustu og varpa ljósi á ákveðna þætti sem al­menn­ing­ur tel­ur brýnt að end­ur­skoða. Helstu hugðarefn­in snúa að sam­ein­ingu og fækk­un op­in­berra stofn­ana, skýr­ari ábyrgðar­skipt­ingu og sam­ræm­ingu hlut­verka þeirra. Sér­stak­lega var vísað til fá­mennra ein­inga og stoðþjón­ustu sem gæti notið sam­rekst­urs og sam­nýt­ing­ar, t.d. í upp­lýs­inga­tækni, mannauðsmá­l­um og inn­kaup­um,“ seg­ir í áætl­un­inni.

Þá hafi komið fram fjöldi til­lagna um ein­föld­un sjóðaum­hverf­is, m.a. með sam­ein­ingu sjóða, og um­bæt­ur í rekstri hins op­in­bera með minni skjalaum­sýslu og auk­inni staf­væðingu. Eins hafi sér­stak­lega verið bent á tæki­færi til að bæta inn­kaup­a­starf­semi rík­is­ins með auk­inni gagna­drif­inni grein­ingu, sam­ræm­ingu útboða og skýr­ari samn­ing­um við birgja.

Mik­il­vægt að draga úr um­fangi og tví­verknaði

„Af til­lög­un­um má ráða að al­menn­ing­ur telji mik­il­vægt að draga úr um­fangi og tví­verknaði inn­an stjórn­sýsl­unn­ar, m.a. með því að sam­eina stofn­an­ir sem sinna sam­bæri­leg­um verk­efn­um og sam­ræma stjórn­sýslu­hlut­verk.

Um­bæt­ur og hagræðing í rekstri rík­is­ins er mik­il­væg­ur liður í breyttri for­gangs­röðun fjár­muna sem þessi fyrsta fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar ber vitni um. Nú þegar er haf­in vinna við inn­leiðingu ein­stakra hagræðing­ar­til­lagna og lögð verður áhersla á sam­ráð og gagn­sæi í þeirri vinnu. Þá hef­ur hluti til­lagna frá fyrr­nefnd­um starfs­hópi og ráðuneyt­um verið tek­inn inn í áætl­un­ina og þannig skapað svig­rúm fyr­ir for­gangs­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ráðstaf­an­irn­ar fel­ast m.a. í frest­un eða niður­fell­ingu verk­efna, end­ur­skoðun á for­send­um fjár­veit­inga, end­ur­skoðun fyr­ir­komu­lags eða hagræðingu í rekstri,“ seg­ir í áætl­un­inni.

mbl.is