Birnir með stórtónleika

Poppkúltúr | 31. mars 2025

Birnir með stórtónleika

Rapparinn Birnir Sigurðarson, eða bara Birnir eins og hann þekkist best, mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 20. september 2025.

Birnir með stórtónleika

Poppkúltúr | 31. mars 2025

Birnir Sigurðarson rappari hefur verið afar áberandi í senunni síðustu …
Birnir Sigurðarson rappari hefur verið afar áberandi í senunni síðustu ár. mbl.is/Ásdís

Rapp­ar­inn Birn­ir Sig­urðar­son, eða bara Birn­ir eins og hann þekk­ist best, mun halda stór­tón­leika í Laug­ar­dals­höll­inni laug­ar­dag­inn 20. sept­em­ber 2025.

Rapp­ar­inn Birn­ir Sig­urðar­son, eða bara Birn­ir eins og hann þekk­ist best, mun halda stór­tón­leika í Laug­ar­dals­höll­inni laug­ar­dag­inn 20. sept­em­ber 2025.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu eru þetta fyrstu tón­leik­ar í höll­inni með ís­lensk­um rapp­ara af þeirri kyn­slóð sem Birn­ir er og má því segja að um ákveðin tíma­mót sé að ræða á sviði ís­lenskr­ar rapp­tón­list­ar.

Sjálf­ur seg­ist Birn­ir í færslu á In­sta­gram ætla að „breyta höll­inni í klúbb“ og lof­ar ógleym­an­legri upp­lif­un.

„Við erum bún­ir að vera vinna að þessu í mjög lang­an tíma og ég er ekk­ert smá spennt­ur að upp­lifa þetta með fólk­inu,“ seg­ir Birn­ir.

Birn­ir á ófáa slag­ar­ana og hver hef­ur ekki heyrt lög­in Já, ég veit, þar sem hann rapp­ar ásamt Herra Hnetu­smjöri og Bleik­ur Ran­gerover, en með hon­um í því lagi er Aron Krist­inn meðlim­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar Clu­bDub.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir jafn­framt að fleiri munu stíga á svið ásamt Birni, sviðsmynd­in verði frum­leg og að bú­ast megi við ein­stakri upp­lif­un. 

Miðasala hefst 2. apríl klukk­an 10.00.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birn­ir (@brn­ir)

mbl.is