Birnir með stórtónleika

Poppkúltúr | 31. mars 2025

Birnir með stórtónleika

Rapparinn Birnir Sigurðarson, eða bara Birnir eins og hann þekkist best, mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 20. september 2025.

Birnir með stórtónleika

Poppkúltúr | 31. mars 2025

Birnir Sigurðarson rappari hefur verið afar áberandi í senunni síðustu …
Birnir Sigurðarson rappari hefur verið afar áberandi í senunni síðustu ár. mbl.is/Ásdís

Rapparinn Birnir Sigurðarson, eða bara Birnir eins og hann þekkist best, mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 20. september 2025.

Rapparinn Birnir Sigurðarson, eða bara Birnir eins og hann þekkist best, mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 20. september 2025.

Samkvæmt tilkynningu eru þetta fyrstu tónleikar í höllinni með íslenskum rappara af þeirri kynslóð sem Birnir er og má því segja að um ákveðin tímamót sé að ræða á sviði íslenskrar rapptónlistar.

Sjálfur segist Birnir í færslu á Instagram ætla að „breyta höllinni í klúbb“ og lofar ógleymanlegri upplifun.

„Við erum búnir að vera vinna að þessu í mjög langan tíma og ég er ekkert smá spenntur að upplifa þetta með fólkinu,“ segir Birnir.

Birnir á ófáa slagarana og hver hefur ekki heyrt lögin Já, ég veit, þar sem hann rappar ásamt Herra Hnetusmjöri og Bleikur Rangerover, en með honum í því lagi er Aron Kristinn meðlimur hljómsveitarinnar ClubDub.

Í tilkynningunni segir jafnframt að fleiri munu stíga á svið ásamt Birni, sviðsmyndin verði frumleg og að búast megi við einstakri upplifun. 

Miðasala hefst 2. apríl klukkan 10.00.

View this post on Instagram

A post shared by Birnir (@brnir)

mbl.is