Hart tekist á og frammíköll á þingi

Hart tekist á og frammíköll á þingi

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kunni ekki að meta „tón“ Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í dag er hún ýjaði að því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu þvingað Ásthildi Lóu Þórsdóttur til að segja af sér ráðherradómi.

Hart tekist á og frammíköll á þingi

Ásthildur Lóa segir af sér | 31. mars 2025

Sigríður Á Andersen segir að enn séu spurningum ósvarað hvað …
Sigríður Á Andersen segir að enn séu spurningum ósvarað hvað varðar afsögn Ásthildar Lóu. Sigríður og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tókust á um þetta mál á Alþingi í dag. Samsett mynd

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kunni ekki að meta „tón“ Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Miðflokks­ins, á Alþingi í dag er hún ýjaði að því að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu þvingað Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur til að segja af sér ráðherra­dómi.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kunni ekki að meta „tón“ Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Miðflokks­ins, á Alþingi í dag er hún ýjaði að því að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu þvingað Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur til að segja af sér ráðherra­dómi.

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á þing­inu í dag sagði Sig­ríður að eft­ir stæði spurn­ing­in hvers vegna Ásthild­ur sagði af sér sem mennta- og barna­málaráðherra.

„Á fjög­urra tíma fundi sem þeir áttu sam­an, for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ráðherr­ann sem sagði af sér, hvað gerði hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra til að styðja ráðherr­ann á þeim tíma til að tak­ast á við yf­ir­vof­andi um­fjöll­un?“ spurði Sig­ríður.

Ekk­ert eðli­legt við viðbrögð Ásthild­ar

Kristrún sagði að í lok dags þá hafi ákvörðunin um af­sögn verið Ásthild­ar og það sé eðli­legt að beina fyr­ir­spurn­um um af­sögn­ina til henn­ar.

Aft­ur á móti hafi ekk­ert verið venju­legt við það hvernig Ásthild­ur hafi háttað sér gagn­vart upp­ljóstr­ar­an­um í mál­inu.

„Ég hef hins veg­ar líka sagt og mér er það að meina­lausu að segja það hér aft­ur að það var ekk­ert eðli­legt við viðbrögð þáver­andi ráðherra á sín­um tíma þegar hún ákveður að vera í sam­bandi við um­rædd­an aðila sem all­ir hafa nú fengið veður af hver er, heyrði í henni í síma, birt­ist heima hjá henni og þetta veit hún, hún ger­ir sér full­kom­lega grein fyr­ir því. Og al­ger­lega óháð því hvað ger­ist hér fyr­ir rúm­lega 35 árum síðan þá er sú hegðun auðvitað at­huga­verð sem birt­ist í kjöl­farið. Ég hef sagt það áður og mér finnst ekk­ert óeðli­legt við að hún hafi séð að sér í þeirri aðstöðu,“ sagði Kristrún.

Ásthildur Lóa við komuna á sinn síðasta ríkisráðsfund.
Ásthild­ur Lóa við kom­una á sinn síðasta rík­is­ráðsfund. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Varðar for­sæt­is­ráðherra en ekki Ásthildi

Sig­ríður sagði að það lægi fyr­ir að rík­is­stjórn­in hefði fengið hót­un utan úr bæ og verið sett­ir afar­kost­ir, um að ráðherra viki.

Sig­ríður spurði hvernig það gæti verið að slík­ar hót­an­ir leiddu til þess að rík­is­stjórn­in ræddi málið klukku­tím­um sam­an með þeirri niður­stöðu að ráðherr­ann segði af sér.

„Og í þessu ljósi fannst hæst­virt­um for­sæt­is­ráðherra það ein­boðið að þáver­andi ráðherra hlypi eft­ir slíku. Það er póli­tískt mat og varðar for­sæt­is­ráðherra en ekki þenn­an ráðherra. Á þingið og þjóðin að sitja und­ir því að rík­is­stjórn­in láti und­an hót­un­um utan úr bæ og fyr­ir­skip­un­um um hverj­ir skipi ráðherra­embætti? Því þarf hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra að svara,“ sagði Sig­ríður.

Kristrún Frosta­dótt­ir mætti þá upp í ræðupúlt Alþing­is og skaut á Sig­ríði.

„Ég verð að viður­kenna að ég kann ekki al­veg að meta þann tón sem er sett­ur hérna fram. Það hafa hvergi komið fram merki um það að ein­hver hafi verið til­neydd­ur til að segja af sér. Hér er verið að saka fólk um frek­ar al­var­lega þætti,“ sagði Kristrún.

Sig­ríður með frammíköll

Hún kvaðst ekki hafa sagt að Ásthild­ur hafi sagt af sér vegna hegðunar henn­ar gagn­vart upp­ljóstr­ar­an­um held­ur ein­fald­lega bent á það að það hafi verið til umræðu þegar Ásthild­ur hafi verið að meta sína stöðu.

„Ég verð að segja al­veg eins og er að ég kann ekki að meta að því sé stillt upp með þeim hætti að það sé snúið upp á hand­legg­inn á ein­hverj­um til að segja af sér. Ég end­ur­tek það sem ég sagði hér áðan: Þetta er ákvörðun þáver­andi ráðherra í þágu sinna mála­flokka að stíga til hliðar,“ sagði Kristrún.

Sig­ríður And­er­sen var með frammíköll og sagði Kristrúnu að svara spurn­ing­unni.

„Ég er að svara spurn­ing­unni, hátt­virt­ur þingmaður, og segja að ég kann ekki að meta þenn­an mál­flutn­ing því það er ein­fald­lega ekk­ert til í hon­um eins og ég hef ít­rekað svarað,“ sagði Kristrún.

mbl.is