Kort: Sjáðu hvar eldingunum sló niður í gær

Veður | 31. mars 2025

Kort: Sjáðu hvar eldingunum sló niður í gær

Veðurstofan áætlar að nokkur hundruð eldingum hafi slegið niður á Íslandi síðastliðinn sólarhring. Engar tilkynningar um tjón hafa borist Veðurstofunni vegna eldinga en eitthvað tjón varð þó vegna veðurs í gær.

Kort: Sjáðu hvar eldingunum sló niður í gær

Veður | 31. mars 2025

Elding yfir Reykjavík. Mynd úr safni.
Elding yfir Reykjavík. Mynd úr safni. Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir

Veðurstofan áætlar að nokkur hundruð eldingum hafi slegið niður á Íslandi síðastliðinn sólarhring. Engar tilkynningar um tjón hafa borist Veðurstofunni vegna eldinga en eitthvað tjón varð þó vegna veðurs í gær.

Veðurstofan áætlar að nokkur hundruð eldingum hafi slegið niður á Íslandi síðastliðinn sólarhring. Engar tilkynningar um tjón hafa borist Veðurstofunni vegna eldinga en eitthvað tjón varð þó vegna veðurs í gær.

Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Birgir segir skörp skil hafa gengið yfir landið og loftið sem fylgdi hafi verið mjög óstöðugt. Í þannig aðstæðum eru miklar líkur á eldingum, eins og raungerðist í gær.

Nema ekki allar eldingar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu urðu fyrstir varir við eldingarnar. Þrumuveðrið gekk svo austur meðfram suðurströndinni.

Á meðfylgjandi korti má sjá hvar eldingunum sló niður. Birgir tekur fram að mælarnir nemi ekki allar eldingar en kortið gefi ágæta mynd af því hvernig veðrið gekk yfir.

mbl.is