Kristrún: Fáheyrt að vinna svona hratt

Alþingi | 31. mars 2025

Kristrún: Fáheyrt að vinna svona hratt

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að á fyrstu 100 dögum ríkisstjórnarinnar hafi bæði gengið hratt og vel að afgreiða mál úr ríkisstjórninni og til þingsins. Af alls 81 frumvarpi, sem hafi verið sett í þingmálaskrá, séu 70 þeirra komin til þingsins. 

Kristrún: Fáheyrt að vinna svona hratt

Alþingi | 31. mars 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór yfir fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar ásamt …
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór yfir fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar ásamt þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að á fyrstu 100 dög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi bæði gengið hratt og vel að af­greiða mál úr rík­is­stjórn­inni og til þings­ins. Af alls 81 frum­varpi, sem hafi verið sett í þing­mála­skrá, séu 70 þeirra kom­in til þings­ins. 

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að á fyrstu 100 dög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi bæði gengið hratt og vel að af­greiða mál úr rík­is­stjórn­inni og til þings­ins. Af alls 81 frum­varpi, sem hafi verið sett í þing­mála­skrá, séu 70 þeirra kom­in til þings­ins. 

„Það er stór dag­ur í dag, hundrað daga verk­stjórn, og svona til marks um það þá hef­ur gengið al­veg ofboðslega hratt og vel að af­greiða mál út úr rík­is­stjórn­inni og inn í þingið,“ sagði Kristrún á blaðamanna­fundi sem hún boðaði til eft­ir há­degi ásamt leiðtog­um rík­is­stjórn­ar­flokk­ana, þeim Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra og Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra. 

Á fund­in­um var farið yfir fyrstu 100 daga rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þær áhersl­ur sem birt­ast í fjár­mála­ætl­un til næstu fimm ára.

Mörg stór mál

Kristrún benti á að 81 frum­varp hefði verið sett í þing­mála­skrána „og eft­ir dag­inn í dag þá verða sjö­tíu mál kom­in inn til þings­ins. Og fjöld­inn all­ur af stór­um mál­um þarna og von á enn þá fleir­um í vik­unni. Og þetta, myndi ég segja, þó að sum­ir hafi meiri reynslu af þessu en ég, er fá­heyrt að okk­ur tak­ist að vinna svona hratt.“

Kristrún vék einnig að fjár­mála­áætl­un til fimm ára sem var lögð fram í morg­un. Það sé áætl­un um ör­yggi og innviði lands­ins. Hún taki mið af því að þjóðin lifi á breytt­um tím­um.

Verða að geta brugðist við áföll­um

„Á nokkr­um vik­um þá hafa orðið mjög mikl­ar svipt­ing­ar á alþjóðasviðinu og það er miklu mik­il­væg­ara en áður, þó að það hafi auðvitað alltaf verið mik­il­vægt, en miklu mik­il­væg­ara en áður að und­ir­stöðurn­ar hérna heima séu sterk­ar svo við get­um brugðist við áföll­um. Innviðirn­ir verða að vera sterk­ir, rík­is­sjóður verður að vera sjálf­bær, heim­il­in verða að vera fjár­hags­lega trygg og svo þurf­um við líka bara al­mennt að huga að ör­yggis­vit­und þjóðar­inn­ar og vörn­um lands­ins. Og það er út­gangspunkt­ur­inn í þess­ari fjár­mála­áætl­un.“

Þá benti Kristún á að rík­is­stjórn­in hafi þegar á þess­um 100 dög­um tekið bæði stór­ar og erfiðar ákv­arðanir til að tryggja fyrr­greinda stöðu.

Halla­laus fjár­lög voru ekki í aug­sýn

„Fjár­málaráðherra fór yfir í morg­un að við ætl­um að skila halla­laus­um fjár­lög­um 2027. Þetta er ári fyrr en upp­hafs­mark­mið fyrri rík­is­stjórn­ar. Og svo ég tali nú bara hreina ís­lensku, þegar við tók­um við stjórn hérna fyr­ir ára­mót þá voru halla­laus fjár­lög ekki í aug­sýn. Það var bara það mikið af ófjár­mögnuðum lof­orðum sem höfðu verið lög­fest af hálfu síðustu rík­is­stjórn­ar sem höfðu skilað sér í því að þetta var ein­fald­lega ekki í aug­sýn,“ sagði ráðherra.

Kristrún benti enn frem­ur á að búið væri að taka upp nýtt verklag, eins og fjár­málaráðherra hafði farið yfir í morg­un, það er að segja að það væru eng­ar óút­færðar aðhalds­ráðstaf­an­ir í áætl­un­inni.

Komið í veg fyr­ir flatt aðhald

„Þetta þýðir ein­fald­lega að við erum búin að finna ábyrgð hvers og eins ráðuneyt­is á stök­um verk­efn­um í hagræðingu til að tryggja að af þeim verði og koma í veg fyr­ir að við för­um í flatt aðhald sem skil­ar sér mjög oft í því að það er vegið á fjár­fest­ingu og þess hátt­ar, og það vilj­um við alls ekki.“

mbl.is