Myndir: Komu að fjárhúsinu fullu af sjó

Veður | 31. mars 2025

Myndir: Komu að fjárhúsinu fullu af sjó

Mikill sjógangur varð til þess að gluggar brotnuðu og járnið losnaði af fjárhúsi bóndans Árna Gunnarssonar, austan við Vík í Mýrdal.

Myndir: Komu að fjárhúsinu fullu af sjó

Veður | 31. mars 2025

Árni Gunnarsson virðir fyrir sér sjóganginn framan við fjárhúsið.
Árni Gunnarsson virðir fyrir sér sjóganginn framan við fjárhúsið. mbl.is/Jónas Erlendsson

Mikill sjógangur varð til þess að gluggar brotnuðu og járnið losnaði af fjárhúsi bóndans Árna Gunnarssonar, austan við Vík í Mýrdal.

Mikill sjógangur varð til þess að gluggar brotnuðu og járnið losnaði af fjárhúsi bóndans Árna Gunnarssonar, austan við Vík í Mýrdal.

„Maður setur ekki skepnur þarna inn aftur,“ segir bóndinn í samtali við mbl.is.

Á jörðinni eru fjárhús og hesthús en fjárhúsið stendur nær sjónum. Hann varð að flytja ærnar í hesthúsið, og hestana út, vegna þess að fjárhúsið var fullt af sjó.

„Þetta lón er bara sjór, það flæddi inn yfir. Það …
„Þetta lón er bara sjór, það flæddi inn yfir. Það er útbúinn vegur þarna og þetta stoppaði við hann, annars hefði þetta farið upp á þjóðveg 1 og að húsunum.“ mbl.is/Jónas Erlendsson

Annað skiptið í vetur

„Við fengum fréttir af þessu um áttaleytið í morgun og fórum fulla ferð af stað,“ segir Árni.

Þau hjónin fengu aðstoð frá dóttur sinni við að reka féð en Árni varð einnig var við mann frá Vegagerðinni uppi við þjóðveginn. Hann kom um leið og gat aðstoðað fjölskylduna.

„Við erum með tvö hús, annað stendur nær sjónum og hitt aðeins lengra frá, í rauninni hvarf neðra húsið í sjó þegar við komum hér í morgun, það braut svo á því.“

Aðspurður segir Árni þetta vera í annað skiptið í vetur sem þetta gerist á bænum, þó fyrra skiptið hafi ekki verið jafn umfangsmikið.

„Ég var í stígvélum og ég blotnaði í fæturna þegar ég var að labba inn í húsið, þegar ég óð hér á milli húsa náði sjórinn upp fyrir stígvélin.“

Mikill sjógangur varð til þess að gluggar brotnuðu af fjárhúsi …
Mikill sjógangur varð til þess að gluggar brotnuðu af fjárhúsi Árna. mbl.is/Jónas Erlendsson
Járnið losnaði af fjárhúsinu og að sögn Árna er það …
Járnið losnaði af fjárhúsinu og að sögn Árna er það nú ónothæft. mbl.is/Jónas Erlendsson

Sveitarstjórn kom í veg fyrir söluna

Fyrir um tveimur árum var settur varnargarður neðan við land Árna. Þá segir hann Vegagerðina hafa viljað kaupa húsin af sér en sveitarstjórnin hafi komið í veg fyrir það.

„Þá var þetta búið að vera að gerast, það var búið að brjóta svo nærri að þetta voru orðnir einhverjir örfáir metrar í húsið sjálft. Þá settu þeir þennan garð en það er engan veginn nóg.“

Þegar þetta fór að gerast aftur í vetur segist Árni hafa látið vita að varnargarðarnir væru ekki næg vörn, en ekkert hafi verið gert.

„Þetta eru gömul hús en það er sama, þetta á ekki að vera svona. Þau væru í fínu lagi ef sjórinn hefði ekki komist að þeim.“

„Þetta eru gömul hús en það er sama, þetta á …
„Þetta eru gömul hús en það er sama, þetta á ekki að vera svona. Þau væru í fínu lagi ef sjórinn hefði ekki komist að þeim,“ segir Árni. mbl.is/Jónas Erlendsson
Stórt lón hefur myndast austan við land Árna.
Stórt lón hefur myndast austan við land Árna. mbl.is/Jónas Erlendsson

Bíður eftir næsta flóði

„Það eru hús hérna austan við mig, sjórinn flæðir alveg upp að þeim en það hefur ekki flætt inn,“ segir Árni.

Stórt lón hefur myndast austan við land Árna sem lá við að flæddi inn á þjóðveg 1.

„Þetta lón er bara sjór, það flæddi inn yfir. Það er útbúinn vegur þarna og þetta stoppaði við hann, annars hefði þetta farið upp á þjóðveg 1 og að húsunum.“

Árni talar um mikla óvissu um framhaldið.
Árni talar um mikla óvissu um framhaldið. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Þetta er ekki glæsileg staða, en ég er með hesthús og gat sett kindurnar þar inn. Þar flæddi reyndar aðeins inn fyrir dyrnar en það slapp alveg til,“ segir Árni, og bætir við að mikil óvissa ríki yfir framhaldinu.

„Ég þarf að finna aðra lausn á þessu, ég setti alla hestana sem ég er með út til að geta verið með féð. Ég get sett hestana út en ekki féð, það styttist í sauðburð þannig að ég flyt ekki með það í burtu. Það liggur ekki alveg fyrir hvað maður gerir í haust.

Núna bíður maður bara eftir flóðinu aftur í kvöld. Ég tel mig þó öruggan með skepnurnar hérna í efra húsinu eins og staðan er núna.“

mbl.is