Til skoðunar að stofna sérstakt innviðafélag

Alþingi | 31. mars 2025

Til skoðunar að stofna sérstakt innviðafélag

Til að greiða fyrir auknum innviðaframkvæmdum er til skoðunar að stofna sérstakt innviðafélag eða ríkisaðila sem sér um fjármögnun stærri samgöngu­framkvæmda, s.s. vegna jarðganga og sambærilegra flýtiframkvæmda.

Til skoðunar að stofna sérstakt innviðafélag

Alþingi | 31. mars 2025

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun 2026-2030 í morgun.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun 2026-2030 í morgun. mbl.is/Ólafur Árdal

Til að greiða fyr­ir aukn­um innviðafram­kvæmd­um er til skoðunar að stofna sér­stakt innviðafé­lag eða rík­isaðila sem sér um fjár­mögn­un stærri sam­göngu­fram­kvæmda, s.s. vegna jarðganga og sam­bæri­legra flýtifram­kvæmda.

Til að greiða fyr­ir aukn­um innviðafram­kvæmd­um er til skoðunar að stofna sér­stakt innviðafé­lag eða rík­isaðila sem sér um fjár­mögn­un stærri sam­göngu­fram­kvæmda, s.s. vegna jarðganga og sam­bæri­legra flýtifram­kvæmda.

Þetta kem­ur fram í nýrri fjár­mála­áætl­un sem fjár­málaráðherra kynnti í dag, en þar er að finna kafla þar sem fjallað er um nýj­ar leiðir í fjár­mögn­un til að flýta sam­göngu­fram­kvæmd­um.

Tak­markað svig­rúm

Bent er á að í til­lögu til þings­álykt­un­ar um sam­göngu­áætlun fyr­ir árin 2024–2038, sem hafi ekki hlotið af­greiðslu þings­ins, hafi verið kynnt áform um jarðganga­fram­kvæmd­ir fyr­ir allt að 185 millj­arða kr. yfir 15 ára tíma­bil. Tekið er fram að harðganga­áætl­un­in hafi verið sett fram utan ramma fjár­mála­áætl­un­ar og því óljóst sé hvernig staðið verði að fjár­mögn­un jarðganga og annarra flýtifram­kvæmda.

„Vegna þröngr­ar stöðu rík­is­fjár­mála ligg­ur fyr­ir að afar tak­markað svig­rúm verður til að ráðast í slík­ar stór­fram­kvæmd­ir á næstu árum á grund­velli beinna fram­laga úr rík­is­sjóði sam­kvæmt sam­göngu­áætlun,“ seg­ir í áætl­un­inni.

Ef rjúfa á þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í jarðgangagerð …
Ef rjúfa á þá kyrr­stöðu sem ríkt hef­ur í jarðganga­gerð hér á landi er mik­il­vægt að leita nýrra leiða til að fjár­mögn­un­ar sem einnig gætu nýst til að flýta öðrum mik­il­væg­um sam­göngu­verk­efn­um, að því er seg­ir í fjár­mála­áætl­un­inni. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Mik­il­vægt að leita nýrra leiða

Þá seg­ir að ef rjúfa eigi þá kyrr­stöðu sem ríkt hafi í jarðganga­gerð hér á landi sé mik­il­vægt að leita nýrra leiða til fjár­mögn­un­ar sem einnig gætu nýst til að flýta öðrum mik­il­væg­um sam­göngu­verk­efn­um. Í því sam­hengi megi horfa til reynslu ná­granna­ríkja með áherslu á þjóðhags­lega arðsam­ar flýtifram­kvæmd­ir.

„Tals­verður ávinn­ing­ur fylg­ir því fyr­ir þjóðarbúið að ráðist verði í aukn­ar fram­kvæmd­ir á sviði sam­gangna, m.a. til að auka um­ferðarör­yggi, stytta um­ferðarleiðir og bæta teng­ing­ar milli byggða og at­vinnusvæða.

Til að greiða fyr­ir aukn­um innviðafram­kvæmd­um er til skoðunar að stofna sér­stakt innviðafé­lag eða rík­isaðila sem sér um fjár­mögn­un stærri sam­göngu­fram­kvæmda, s.s. vegna jarðganga og sam­bæri­legra flýtifram­kvæmda. Um­gjörð um fjár­mögn­un, fram­kvæmd og rekst­ur um­ferðarmann­virkja sem falla und­ir fyr­ir­komu­lag af þessu tagi þarf að skil­greina vel með fjár­hags­lega sjálf­bærni að leiðarljósi enda yrði fjár­mögn­un utan A1-hluta fjár­laga,“ seg­ir í fjár­mála­áætl­un­inni.

Mætti hvetja til auk­inn­ar aðkomu líf­eyr­is­sjóða

Þá seg­ir að til komi að leggja slík­um aðila til eigið fé frá rík­inu, t.a.m. í formi fyr­ir­liggj­andi sam­göngu­innviða til að búa til tekju­streymi sem nýtt yrði til að ráðast í arðsam­ar ný­fram­kvæmd­ir og upp­færslu á eldri innviðum. Slík­um aðila mætti einnig veita heim­ild­ir til lán­töku, þar sem framtíðar­tekju­streymi af sam­göngu­innviðum yrði veðsett til að fjár­magna arðbær­ar fjár­fest­ing­ar í nýj­um sam­göngu­innviðum en þó þannig að það valdi ekki óá­sætt­an­legri áhættu fyr­ir rík­is­sjóð. Þannig mætti t.a.m. hvetja til auk­inn­ar aðkomu líf­eyr­is­sjóða og annarra fjár­fest­ing­ar­sjóða að innviðafjár­fest­ing­um. Þar sem um rík­isaðila væri að ræða myndi þó áhætta af af­komu verk­efna slíks innviðafé­lags liggja hjá rík­is­sjóði.

Enn frem­ur seg­ir að sam­hliða þessu þyrfti að ráðast í end­ur­skoðun á lög­um um sam­vinnu­verk­efni um sam­göngu­fram­kvæmd­ir til að mögu­legt verði að koma á ár­ang­urs­ríku sam­starfi milli rík­is, líf­eyr­is­sjóða og einkaaðila við innviðaupp­bygg­ingu. 

mbl.is