Vestlendinga uggir vegna veiðigjalda

Veiðigjöld | 31. mars 2025

Vestlendinga uggir vegna veiðigjalda

Samkvæmt samantekt Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er líklegt að breyttir útreikningar vegna veiðigjalda muni hafa töluverð áhrif á stærstu sveitarfélögin innan vébanda þeirra.

Vestlendinga uggir vegna veiðigjalda

Veiðigjöld | 31. mars 2025

Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru verulega háð sjávarútvegi.
Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru verulega háð sjávarútvegi. mbl.is/Þorgeir

Sam­kvæmt sam­an­tekt Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi er lík­legt að breytt­ir út­reikn­ing­ar vegna veiðigjalda muni hafa tölu­verð áhrif á stærstu sveit­ar­fé­lög­in inn­an vé­banda þeirra.

Sam­kvæmt sam­an­tekt Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi er lík­legt að breytt­ir út­reikn­ing­ar vegna veiðigjalda muni hafa tölu­verð áhrif á stærstu sveit­ar­fé­lög­in inn­an vé­banda þeirra.

Þrjú fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lög­in á Snæ­fellsnesi eru veru­lega háð sjáv­ar­út­vegi, en miðað við liðið ár bygg­ist helm­ing­ur af út­svars­grunni Snæ­fells­bæj­ar á þeirri at­vinnu­grein, nær 40% í Grund­ar­fjarðarbæ og 15% í Stykk­is­hólmi. Vægið er svipað þegar horft er til lengra tíma­bils.

Vegna fyr­ir­hugaðra breyt­inga, sem geta haft þau áhrif að vinnsla verði óhag­kvæm­ari, er at­hygl­is­vert að Grund­ar­fjörður er háðari vinnslu en Snæ­fells­bær, á meðan veiðarn­ar vigta þyngra í Snæ­fells­bæ. Sjáv­ar­út­veg­ur reynd­ist hafa mest vægi í Kaldr­ana­nes­hreppi og Snæ­fells­bæ á öllu land­inu þegar vægi veiða og vinnslu var lagt sam­an.

Sam­tök­in fengu Víf­il Karls­son hag­fræðipró­fess­or til þess að taka þetta sam­an úr gögn­um Hag­stofu, en horft var til sjáv­ar­byggða á land­inu öllu. Hlut­fall út­svar­stekna frá fisk­veiðum og fisk­vinnslu er mjög mis­mun­andi eft­ir byggðarlög­um, eins og sjá má hér til hliðar og á vart að koma á óvart.

Þröst­ur Friðfinns­son, sveit­ar­stjóri í Grýtu­bakka­hreppi, vakti at­hygli á þess­um töl­um í gær og sér­stak­lega því að í sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu væri hlut­fallið aðeins 1-2%.

„En auðvitað frá­leitt að kalla gjaldið lands­byggðarskatt!“

Þröst­ur hvatti til þess að menn tækju sér tíma í umræðu um þetta veiga­mikla hags­muna­mál, en eins að hún yrði frem­ur byggð á gögn­um en póli­tískri æs­ingu.

mbl.is