Báðu lögreglu um að hýsa slasaða sjómenn

Öryggi sjófarenda | 1. apríl 2025

Báðu lögreglu um að hýsa slasaða sjómenn

Þegar tveir slasaðir sjómenn þurftu aðhlynningu heilbrigðisstarfsfólks eina septembernótt í fyrra eftir slys um borð togaranum Sólborgu RE-27 var viðbragðsaðilum tjáð að sjúkrahúsið á Ísafirði gæti ekki tekið við slösuðum fyrr en klukkan átta þann morgun. Lagði starfsmaður sjúkrahússins til að lögregla hýsti mennina til morguns uns væri hægt að skrá þá inn.

Báðu lögreglu um að hýsa slasaða sjómenn

Öryggi sjófarenda | 1. apríl 2025

Tveir sjómenn á Sólborgu sem leituðu aðhlynningu á sjúkrahúsinu á …
Tveir sjómenn á Sólborgu sem leituðu aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Ísafirði var vísað til lögreglu, því ekki væri hægt að skrá þá inn fyrr en átta að morgni. mbl.is/Unnur Karen

Þegar tveir slasaðir sjó­menn þurftu aðhlynn­ingu heil­brigðis­starfs­fólks eina sept­em­bernótt í fyrra eft­ir slys um borð tog­ar­an­um Sól­borgu RE-27 var viðbragðsaðilum tjáð að sjúkra­húsið á Ísaf­irði gæti ekki tekið við slösuðum fyrr en klukk­an átta þann morg­un. Lagði starfsmaður sjúkra­húss­ins til að lög­regla hýsti menn­ina til morg­uns uns væri hægt að skrá þá inn.

Þegar tveir slasaðir sjó­menn þurftu aðhlynn­ingu heil­brigðis­starfs­fólks eina sept­em­bernótt í fyrra eft­ir slys um borð tog­ar­an­um Sól­borgu RE-27 var viðbragðsaðilum tjáð að sjúkra­húsið á Ísaf­irði gæti ekki tekið við slösuðum fyrr en klukk­an átta þann morg­un. Lagði starfsmaður sjúkra­húss­ins til að lög­regla hýsti menn­ina til morg­uns uns væri hægt að skrá þá inn.

Lög­regla hafnaði því að taka við mönn­un­um og var þeim komið fyr­ir í her­bergi á sjúkra­hús­inu með tveim­ur rúm­um. Um morg­un­inn kom hins veg­ar eng­inn að vitja þeirra. Fór sá þeirra tveggja sem var minna slasaður úr her­berg­inu í leit að starfs­fólki og kom þá í ljós að eng­inn vissi af þeim á sjúkra­hús­inu.

Þetta kem­ur fram í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa.

Þar bein­ir nefnd­in því til Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­fjarða að komið sé á verklagi sem trygg­ir að sjó­menn sem þangað þurfa að leita á öll­um tím­um sól­ar­hrings fái til­skylda umönn­un.

Sjúkrahúsið á Ísafirði.
Sjúkra­húsið á Ísaf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Unnu að veiðarfæri

Skip­verj­arn­ir tveir sem slösuðust voru að vinnu um borð Sól­borgu 5. sept­em­ber er tog­ar­inn var á veiðum á Horn­banka norður af Vest­fjörðum. Fram kem­ur í at­vika­lýs­ingu að það hafi verið suðvestanátt upp að 25 metr­um á sek­úndu í hviðum. Ekki var mik­ill sjór, aðeins þriggja metra öldu­hæð og hreyfðist skipið lítið.

Þrír skip­verj­ar voru við vinnu við veiðarfærið meðan skipið var á togi þegar hnút­ur kom á bak­borðshlið skips­ins með þeim af­leiðing­um að það kastaðist yfir á stjórn­borðshliðina. Bobb­inga­lengja, sem hafði verið dreg­in aft­ur að skut­hliði, lá óbund­in á miðju þilfar­inu og voru sjó­menn­irn­ir að gera við veiðarfærið þegar lengj­an kastaðist yfir á stjórn­borðshlið renn­unn­ar þar sem tveir urðu á milli, að því er seg­ir í skýrslu nefnd­ar­inn­ar.

Þriðji skip­verj­inn sem hafði verið að vinna með hinum tveim­ur sem urðu á milli tókst að setja gils í lengj­una, hífa í hana og losa menn­ina.

„Ekk­ert sam­band var milli skip­stjórn­ar­manna og þeirra sem voru að vinnu á efra þilfar­inu. Það var ekki fyrr en menn sem voru á vinnsluþilfari komu upp í brú 5-10 mín­út­um eft­ir at­b­urðinn að skip­stjór­inn frétti hvað hafði gerst. Ann­ar mann­anna fékk mikið högg á hægra hnéð og var talið að hann væri mikið slasaður. Hinn maður­inn sem fest­ist slasaðist mun minna og kom í ljós eft­ir skoðun á sjúkra­húsi að hann hafði tognað á fæti. Var farið með hinn meira slasaða í sjúkra­her­bergi skips­ins þar sem hon­um var gefið verkjalyf.“

Kom eng­inn til að vitja þeirra

Var þá haft sam­band við Land­helg­is­gæsl­una og vakta­haf­andi lækni hjá þeirri stofn­un. Var lækn­in­um send­ar mynd­ir af áverk­um hins slasaða og fram­hald­inu ákveðið að sigla með hann til Ísa­fjarðar.

„Haft var sam­band við Sjúkra­húsið á Ísaf­irði og sá sem varð fyr­ir svör­um þar taldi ekki hægt að taka á móti hinum slösuðu fyrr en klukk­an átta um morg­un­inn. Þó var send­ur sjúkra­bíll við komu skips­ins til Ísa­fjarðar um kl. 03:00. Hinn meira slasaði var flutt­ur á sjúkra­húsið á Ísaf­irði með sjúkra­bíln­um en sá sem var minna slasaður var keyrður af lög­reglu á sjúkra­húsið.“

Þegar mætt var á sjúkra­húsið taldi sá er þar var á vakt ekki getað skráð menn­ina inn og lagði til að lög­regla hýsti þá til morg­uns. Því hafnaði lög­regla og var mönn­un­um komið fyr­ir í her­bergi með tveim­ur rúm­um þar sem þeir fengu að vera til morg­uns.

Því hefur evrið beint til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að koma á …
Því hef­ur evrið beint til Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­fjarða að koma á verklagi til að tryggja slösuðum sjó­mönn­um aðhlynn­ingu all­an sól­ar­hring­inn. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Um morg­un­inn kom eng­inn að vitja þeirra og að lok­um fór sá sem var minna slasaður fram og kom þá í ljós að það vissi eng­inn af þeim.“

„Í ljós kom að hinn meira slasaði hlaut ekki var­an­leg­an miska að því að best er vitað en er ekki kom­inn til vinnu þegar þetta er ritað. Sá er minna slasaðist tognaði á fæti og var orðinn vinnu­fær skömmu síðar,“ seg­ir í skýrslu nefnd­ar­inn­ar.

Eng­ar verk­regl­ur um mót­töku sjó­manna

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa seg­ir slysið mega rekja til þess að verið var að vinna við botn­vörpu og ekki tryggt að hún væri fest ör­ugg­um hætti. „Telja má mestu mildi að ekki skyldi fara verr“ seg­ir í skýrsl­unni og er haft eft­ir skip­stjóra að áhöfn­in hafi verið meðvituð um að það ætti að festa veiðarfæri sem unnið er að þegar veður krefst þess.

Vek­ur nefnd­in jafn­framt at­hygli á því að eng­ar staðfest­ar verklags­regl­ur varðandi mót­töku á slösuðum sjó­mönn­um sem koma á sjúkra­húsið á Ísaf­irði voru til staðar.

mbl.is