Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum

Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt ríkisstjórn sinni að bresk stjórnvöld verði að vera „róleg og yfirveguð“ í viðbrögðum sínum við hvaða tollum sem Bandaríkin kunna að setja á á morgun.

Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 1. apríl 2025

Trump verður ekki á forsetaskrifstofu sinni á morgun, eins og …
Trump verður ekki á forsetaskrifstofu sinni á morgun, eins og á þessari ljósmynd, heldur mun hann tilkynna um sína umfangsmiklu tolla í Rósagarðinum. AFP/Saul Loeb

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt ríkisstjórn sinni að bresk stjórnvöld verði að vera „róleg og yfirveguð“ í viðbrögðum sínum við hvaða tollum sem Bandaríkin kunna að setja á á morgun.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt ríkisstjórn sinni að bresk stjórnvöld verði að vera „róleg og yfirveguð“ í viðbrögðum sínum við hvaða tollum sem Bandaríkin kunna að setja á á morgun.

Evrópusambandið kveðst aftur á móti vera tilbúið að mæta tollum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta af fullum krafti.

BBC greinir frá.

Tollarnir verða „mun örlátari en þau lönd voru við okkur“

Annað kvöld í Rósagarði Hvíta hússins mun Trump tilkynna umfangsmikla tolla og hefur hann kallað daginn „frelsisdaginn“. Þjóðir víða um heim bíða nú í örvæntingu eftir því að sjá hvort og að hvaða leyti tollarnir munu hafa áhrif á þær.

Bandarísk stjórnvöld segja að aðrar þjóðir hafi komist upp með það of lengi að reisa háa tollamúra á Bandaríkin án þess þó að Bandaríkin leggi toll á þær þjóðir til baka.

Tollarnir verða „mun örlátari en þau lönd voru við okkur“, sagði Trump í gær við blaðamenn, „sem þýðir að þeir verða vinsamlegri en önnur lönd hafa verið við Bandaríkin í gegnum áratugina“.

„Evrópa hóf ekki þessa átök“

Bresk stjórnvöld hafa að undanförnu reynt að gera viðskiptasamning við Bandaríkin en virðast vera búin að sætta sig við það að samningar munu ekki nást áður en tollarnir taka gildi.

Aftur á móti vill Keir Starmer halda ró sinni eftir að tollarnir taka gildi í þeirri von um að þjóðirnar nái samningum.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, segir að Evrópusambandið sé tilbúið að svara fyrir sig með gagntollum ef þörf krefur. Aftur á móti vilji sambandið ná samningum við Bandaríkin.

„Markmið okkar er niðurstaða með samningum. En auðvitað, ef þörf krefur, munum við verja hagsmuni okkar, fólk okkar og fyrirtæki,“ sagði von der Leyen í ræðu sinni á Evrópuþinginu í Strassborg.

„Evrópa hóf ekki þessa átök. Við viljum ekki endilega hefna okkar. En ef nauðsyn krefur, höfum við sterka áætlun til að hefna okkar og við munum nota hana.“

Reyna að semja við Trump á lokametrunum

Klukkan 20 að íslenskum tíma á morgun verður blaðamannafundur í Rósag­arðinum þar sem umfang tollanna verður kynnt.

Trump er að svo stöddu á fullu að funda með viðskipta- og tollateymi sínu til að „fullkomna“ smáatriðin sem hann mun kynna á morgun, sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, við blaðamenn fyrr í dag.

Enginn veit með vissu hver þessi smáatriði eru. En það sem er öruggt er að tollarnir verða víðtækir. Trump sjálfur hefur reyndar gefið í skyn að þeir muni jafnvel ná til allra landa.

Í samtali við blaðamenn sagði Leavitt að „nokkuð mörg lönd“ væru að hafa samband við Hvíta húsið vegna samningaviðræðna á síðustu stundu, og að forsetinn væri reiðubúinn að taka á móti símtölum.

Hér má sjá mynd úr Rósagarðinum. Mynd úr safni.
Hér má sjá mynd úr Rósagarðinum. Mynd úr safni. AFP/Olivier Douliery
mbl.is