Ástæðu þess að lítil kvika hefur farið á yfirborðið má mögulega rekja til þess að kvikan hefur fyllt gosrásina. Líklegt er að þetta sé annað hvort síðasta gosið eða næstsíðasta gosið á þessum slóðum í bili.
Ástæðu þess að lítil kvika hefur farið á yfirborðið má mögulega rekja til þess að kvikan hefur fyllt gosrásina. Líklegt er að þetta sé annað hvort síðasta gosið eða næstsíðasta gosið á þessum slóðum í bili.
Ástæðu þess að lítil kvika hefur farið á yfirborðið má mögulega rekja til þess að kvikan hefur fyllt gosrásina. Líklegt er að þetta sé annað hvort síðasta gosið eða næstsíðasta gosið á þessum slóðum í bili.
Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor í samtali við mbl.is.
Þrátt fyrir að mikil kvika hafi safnast fyrir undir Svartsengi fyrir eldgosið hefur lítil kvika farið upp á yfirborðið í þessu gosi. Þorvaldur segir að gosrásin taki ákveðið rúmmál af kviku.
„Það getur vel verið að það hafi farið meiri kvika inn í þessar opnu sprungur heldur en kom upp á yfirborð og það gæti alveg skýrt þetta. Þú þarft ekki neinn svakalega stóran gang til þess að ná því rúmmáli, þarft engar svakalegar opnanir eða langar sprungur til þess.“
Hvenær heldurðu að gosinu ljúki?
„Ég held að því sé að ljúka núna. Það er eitthvað smá puður í þessu núna en annars er þetta eiginlega búið,“ segir Þorvaldur.
Hann segir að hugsanlega gæti gosið aftur á næstunni en aftur á móti hafi stöðugt dregið úr kvikuinnflæði í grynnra geymsluhólfið undir Svartsengi.
„Það hefur dregið úr því stöðugt alveg frá desember 2023 alveg fram til dagsins í dag. Í upphafi var það um 8-9 rúmmetrar á sekúndu og fyrir þennan atburð var það komið alveg niður í tvo rúmmetra á sekúndu. Ef það heldur áfram að draga svona úr því fer það í núll einhvern tímann og frekar fljótlega sennilega,“ segir Þorvaldur.
En heldurðu að það verði annað gos?
„Það er erfitt að segja til um það á þessu augnabliki því við vitum ekki hvort að landris taki við sér aftur. Það kemur bara í ljós á næstu þremur fjórum dögum, hvort að þetta haldi áfram,“ segir Þorvaldur.
„Þetta gætu verið endalokin en við gætum fengið einn atburð í viðbót. Ég held að það sé raunhæfasta sviðsmyndin sem við erum með í augnablikinu.“